Gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga

Málsnúmer 201401083

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 248. fundur - 22.01.2014

Lagt fram bréf frá Alþýðusambandi Íslands, dagsett 13.janúar 2014, þar sem skorað er á sveitarstjórnir að halda aftur af gjaldskrárhækkunum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að fallið verði frá fyrirhugaðri 2,5 % hækkun sorphirðu- og sorpförgunargjalda og 3,2% vísitöluhækkun á sorp sem komið er með til söfnunarstöðvar. Sorpgjöld verða því óbreytt frá fyrra ári.
Fjármálastjóra jafnframt falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2014, sem tekur mið af þessari breytingu og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.
Umrædd hækkun á sorpgjöldum var eina gjaldskrárhækkunin sem bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hafði ákveðið fyrir árið 2014 og telur bæjarráð mikilvægt að samstaða náist um að halda aftur af verðhækkunum til að halda verðbólgunni niðri.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 190. fundur - 05.02.2014

Fyrir fundinum lá bréf frá Alþýðusambandi Íslands, dagsett 13. janúar 2014, þar sem skorað er á sveitarstjórnir að halda aftur af gjaldskrárhækkunum.

Afgreitt undir lið 11 í þessari fundargerð.