Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs

96. fundur 10. febrúar 2014 kl. 16:00 - 17:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Ingvar Ríkharðsson aðalmaður
  • Kristín Björnsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-menningar- og íþróttafulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Tour de Ormurinn, ósk um styrk vegna 2014

Málsnúmer 201402051

Fyrir liggur beiðni, undirrituð af Söndru Maríu Ásgeirsdóttur UÍA, Heiði Vigfúsdóttur Austurför og Frey Ævarssyni verkefnastjóra, um stuðning við hjólreiðakeppnina Tour de Ormurinn 2014.

Atvinnumálanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem verði tekið af lið 13.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

Málsnúmer 201301022

Atvinnnumálanefnd leggur til að auglýst verði eftir verktaka til að reka tjaldsvæðið á Egilsstöðum sumarið 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033

Atvinnumálanefnd leggur til að félagi hagsmunaaðila í verslun, ferðaþjónustu og þjónustu, sem fyrirhugað er að stofna síðar í mánuðinum, verði veittur styrkur að upphæð kr. 3.000.000 vegna verkefnisins Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað, til að sinna markaðsmálum og fleiri verkefnum. Fjármagnið verði tekið af lið 13.09, kr. 500.000 og lið 13.81, kr. 2.500.000.

Jafnframt legggur nefndin til að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 og 2016 verði gert ráð fyrir fjárframlagi til verkefnisins sem mótframlag við framlag hagsmunaaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:00.