Fyrir liggur beiðni, undirrituð af Söndru Maríu Ásgeirsdóttur UÍA, Heiði Vigfúsdóttur Austurför og Frey Ævarssyni verkefnastjóra, um stuðning við hjólreiðakeppnina Tour de Ormurinn 2014.
Atvinnumálanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem verði tekið af lið 13.89.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
2.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu
Atvinnumálanefnd leggur til að félagi hagsmunaaðila í verslun, ferðaþjónustu og þjónustu, sem fyrirhugað er að stofna síðar í mánuðinum, verði veittur styrkur að upphæð kr. 3.000.000 vegna verkefnisins Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað, til að sinna markaðsmálum og fleiri verkefnum. Fjármagnið verði tekið af lið 13.09, kr. 500.000 og lið 13.81, kr. 2.500.000.
Jafnframt legggur nefndin til að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 og 2016 verði gert ráð fyrir fjárframlagi til verkefnisins sem mótframlag við framlag hagsmunaaðila.
Atvinnumálanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem verði tekið af lið 13.89.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.