Tour de Ormurinn, ósk um styrk vegna 2014

Málsnúmer 201402051

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 96. fundur - 10.02.2014

Fyrir liggur beiðni, undirrituð af Söndru Maríu Ásgeirsdóttur UÍA, Heiði Vigfúsdóttur Austurför og Frey Ævarssyni verkefnastjóra, um stuðning við hjólreiðakeppnina Tour de Ormurinn 2014.

Atvinnumálanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem verði tekið af lið 13.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 249. fundur - 12.02.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og leggur til að verkefnið verði styrkt um 100.000 kr. sem tekið verði af lið 13-89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 191. fundur - 19.02.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu atvinnumálanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um 100.000 kr. sem tekið verði af lið 13-89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.