Fyrir liggur fundarboð og dagskrá vegna ársfundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2013.
Umhverfis- og héraðsnefnd sendir ekki fulltrúa á fundinn í þetta sinn.
Nefndin vill beina því til Umhverfisstofnunar að bjóða upp á fundinn í fjarfundabúnaði þannig að náttúruverndarnefndir utan stórhöfuðborgarsvæðisins geti nýtt sér þá fræðslu sem boðið er upp á.
Fyrir liggur bókun frá bæjarstjórn sem beinir því til umhverfis- og héraðsnefndar að tilnefna sem fyrst fulltrúa í starfshóp um þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað.
Umhverfis- og héraðsnenfnd tilnefnir Eyrúnu Arnardóttur og Baldur Grétarsson
Lögð fram skýrsla með veiðitölum vegna refa- og minkaveiða á Fljótsdalshéraði veiðiárið 2012-2013
Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir skýrsluna.
Samþykkt með handauppréttingu