Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs

62. fundur 22. október 2013 kl. 17:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Ester Kjartansdóttir formaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Ásta Sigurðardóttir aðalmaður
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi

1.Skil á skýrslum um refa- og minkaveiðar á veiðiárinu 2012-2013

Málsnúmer 201310025

Fyrir liggja veiðitölur vegna refa- og minkaveiða á Fljótsdalshéraði veiðiárið 2012-2013.

Lögð fram skýrsla með veiðitölum vegna refa- og minkaveiða á Fljótsdalshéraði veiðiárið 2012-2013

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir skýrsluna.

Samþykkt með handauppréttingu

2.Starfsáætlun Umhverfis- og héraðsnefndar fyrir árið 2014

Málsnúmer 201310068

Starfsáætlun Umhverfis- og héraðsnefndar fyrir árið 2014

Í vinnslu.

3.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2013

Málsnúmer 201309163

Fyrir liggur fundarboð og dagskrá vegna ársfundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2013.

Umhverfis- og héraðsnefnd sendir ekki fulltrúa á fundinn í þetta sinn.

Nefndin vill beina því til Umhverfisstofnunar að bjóða upp á fundinn í fjarfundabúnaði þannig að náttúruverndarnefndir utan stórhöfuðborgarsvæðisins geti nýtt sér þá fræðslu sem boðið er upp á.

Samþykkt með handauppréttingu

4.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033

Fyrir liggur bókun frá bæjarstjórn sem beinir því til umhverfis- og héraðsnefndar að tilnefna sem fyrst fulltrúa í starfshóp um þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað.

Umhverfis- og héraðsnenfnd tilnefnir Eyrúnu Arnardóttur og Baldur Grétarsson

Samþykkt með handauppréttingu

Fundi slitið - kl. 19:15.