Á fundinn undir þessum lið mættu Björg Björnsdóttir og Ólafur Áki Ragnarsson frá Austurbrú og gerðu grein fyrir heimsókn þeirra í atvinnulífsstofnanir og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. En heimsóknin var farin að frumkvæði nefndarinnar. Að lokinni góðri kynningu og umræðum var þeim þökkuð koman.
2.Dyrfjöll - Stórurð - Gönguparadís. Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða
Fyrir liggur tilkynning um styrk að upphæð kr. 5.000.000 frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til verkefnisins "Dyrfjöll - Stórurð: Gönguparadís til framtíðar". Hafinn er undirbúningur að framkvæmdum í sumar sem varða skipulagsmál og lagfæringu á stikum og stígum.
Atvinnumálanefnd fagnar þessu og hvetur til þess að hugað verði að fjármögnun verkefnisins við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2015.
Fyrir liggur auglýsing eftir umsóknum í Vaxtarsamning Austurlands. En umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2014. Starfsmanni falið að vinna, í samstarfi við hagsmunaaðila, að undirbúningi umsóknar sem miðar að því að auðvelda hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu að taka upp gæðakerfið Vakann.
Atvinnumálanefnd krefst þess að fundin verði lausn á salernismálum gesta í miðbæ Egilsstaða, fyrir sumarið. Í haust verði hafist handa við að finna varanlegar lausnir á málinu sem komi til framkvæmda á næsta ári. Lagt er til að tekið verði allt að kr. 200.000 af lið 13.69 til verkefnisins.