Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs

98. fundur 22. maí 2014 kl. 16:00 - 18:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Aðalsteinn Ingi Jónsson aðalmaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-menningar- og íþróttafulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Austurbrú, fundur með stofnunum og fyrirtækjum

Málsnúmer 201405048Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mættu Björg Björnsdóttir og Ólafur Áki Ragnarsson frá Austurbrú og gerðu grein fyrir heimsókn þeirra í atvinnulífsstofnanir og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. En heimsóknin var farin að frumkvæði nefndarinnar. Að lokinni góðri kynningu og umræðum var þeim þökkuð koman.

2.Dyrfjöll - Stórurð - Gönguparadís. Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Málsnúmer 201311018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilkynning um styrk að upphæð kr. 5.000.000 frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til verkefnisins "Dyrfjöll - Stórurð: Gönguparadís til framtíðar". Hafinn er undirbúningur að framkvæmdum í sumar sem varða skipulagsmál og lagfæringu á stikum og stígum.

Atvinnumálanefnd fagnar þessu og hvetur til þess að hugað verði að fjármögnun verkefnisins við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Vaxtarsamningur Austurlands, umsóknir 2014

Málsnúmer 201404181Vakta málsnúmer

Fyrir liggur auglýsing eftir umsóknum í Vaxtarsamning Austurlands. En umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2014.
Starfsmanni falið að vinna, í samstarfi við hagsmunaaðila, að undirbúningi umsóknar sem miðar að því að auðvelda hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu að taka upp gæðakerfið Vakann.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fjárhagsáætlun atvinnumálanefndar 2015

Málsnúmer 201403095Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun atvinnumálanefndar fyrir 2015.

Drög að fjárhagsáætlun atvinnumálanefndar samþykkt samhljóða með handauppréttingu.5.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd krefst þess að fundin verði lausn á salernismálum gesta í miðbæ Egilsstaða, fyrir sumarið. Í haust verði hafist handa við að finna varanlegar lausnir á málinu sem komi til framkvæmda á næsta ári. Lagt er til að tekið verði allt að kr. 200.000 af lið 13.69 til verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.