Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs

88. fundur 11. mars 2013 kl. 16:00 - 18:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Aðalsteinn Ingi Jónsson aðalmaður
  • Ingvar Ríkharðsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-menningar- og íþróttafulltrúi
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi
Ragnhildur Rós yfirgaf fundinn kl. 17.40.

1.Verkefnahópur vegna Drekasvæðis

Málsnúmer 201212063Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið, mætti Björn Ingimarsson, bæjarstjóri og gerði grein fyrir samstarfsverkefni Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs sem miðar að því að sveitarfélögin séu þjónustusvæði vegna olíuleitar á Drekasvæðinu.

2.Uppbygging sölumiðstöðvar Húss handanna / Anddyri Austurlands

Málsnúmer 201301023Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Húsi handanna, undirritað af Láru Vilbergsdóttur, til Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs með beiðni um kaup á hlutafé í félaginu til uppbyggingar sölumiðstöðvar Húss handanna á Egilsstöðum.
Málið áður á dagskrá atvinnumálanefndar 7. janúar og 11. febrúar 2013.

Eftirfarandi bókað:

Nefndin telur mikilvægt að Hús handanna styðji við listsköpun, handverk og hönnun á svæðinu.

Atvinnumálanefnd leggur til við bæjarráð að það skoði aðkomu að Húsi handanna með allt að 1.5 milljóna framlagi að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  • Að fjármögnun fyrirtækisins verði lokið í samræmi við fyrirliggjandi áætlun eigi síðar en 31. maí 2013.
  • Rekstrarfyrirkomulag fyrirtækisins liggi betur fyrir.
  • Að húsnæðismál fyrirtækisins skýrist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Atvinnumálasjóður 2013

Málsnúmer 201211032Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd samþykkir að atvinnumálasjóður standi straum að kynningarefni um kosti sveitarfélagsins til atvinnusköpunar og fjárfestingar. Jafnframt felur atvinnumálanefnd starfsmanni að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn með umsóknarfresti til 5. apríl 2013.

Samþykkt með samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn í atvinnumálasjóð/Borgþór og Kristján

Málsnúmer 201303014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs, frá Borgþóri Jónssyni og Kristjáni Má Magnússyni, vegna vinnu við frumathugun á arðsemi þess að nýta sérhæfðar vélar til fellingar skóga.

Málinu vísað til næsta fundar þegar stefnt er að því að fjalla um umsóknir í atvinnumálasjóð.

5.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun bæjarráðs frá 13. febrúar 2013, sem staðfest var í bæjarstjórn 20. febrúar 2013, svo hljóðandi:
Farið var yfir nýjar hugmyndir að vinnulagi við undirbúning fjárhagaáætlunar, sem fellst í því að hver nefnd fyrir sig fari yfir sínar starfs- og fjárhagaáætlanir og vinna út frá þeim fjárþörf ársins 2014. Þær tölur verði svo hafðar til hliðsjónar við gerð rammaáætlunar sem lögð verði fram í júní, eins og gert hefur verið síðustu ár. Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að fela nefndum sveitarfélagsins framangreinda vinnu og skila áætlunardrögum sínum fyrir 19. apríl n.k.

Gerð viðhalds- og fjárfestingaáætlunar

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að beina því til allra nefnda sveitarfélagsins að þær leggi fram til bæjarráðs forgangslista yfir 3-5 nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni sveitarfélagsins sem eru á þeirra vegum. Miða skal við að listinn berist til bæjarráðs fyrir næstu páska og mun bæjarráð taka ákvörðun um áframhaldandi vinnu við gerð viðhalds- og fjárfestingaáætlunar.

Eftirfarandi bókað:
Formanni og starfsmanni falið að vinna drög að forgangslista yfir nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni og senda þau til nefndarmanna. Málið verði tekið til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033Vakta málsnúmer

Farið yfir niðurstöður vinnustofu um markaðssókn Héraðs, með áherslu á ferðaþjónustu og verslun, sem haldin var 7. mars 2013.

Atvinnumálanefnd felur starfsmanni að fylgja verkefninu eftir og vinna að framgangi þess með hagsmunaaðilum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.