Verkefnahópur vegna Drekasvæðis

Málsnúmer 201212063

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 27.02.2013

Bæjarstjóri fór yfir stöðu verkefnisins.

Bæjarráð óskar eftir því að bæjarstjóri geri grein fyrir verkefninu á næsta fundi atvinnumálanefndar.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 88. fundur - 11.03.2013

Á fundinn undir þessum lið, mætti Björn Ingimarsson, bæjarstjóri og gerði grein fyrir samstarfsverkefni Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs sem miðar að því að sveitarfélögin séu þjónustusvæði vegna olíuleitar á Drekasvæðinu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 263. fundur - 25.08.2014

Bæjarráð samþykkir að skipa Guðmund Sveinsson Kröyer formann atvinnu- og menningarmálanefndar í hópinn í stað Eyrúnar Arnardóttur.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 202. fundur - 03.09.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að skipa Guðmund Sveinsson Kröyer formann atvinnu- og menningarmálanefndar í hópinn í stað Eyrúnar Arnardóttur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.