Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs

47. fundur 23. apríl 2013 kl. 16:30 - 20:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Páll Sigvaldason formaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Guðríður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Árni Ólason aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson menningar- og frístundafulltrúi
  • Anna Alexandersdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltúi

1.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Fyrir liggja tillögur menningar- og íþróttanefndar vegna starfs- og fjárhagaáætlunar ársins 2014, vegna undirbúnings að gerð rammaáætlunar.

Á fundinn undir þessum lið mættu eftirfarandi forstöðumenn í þessari röð: Hreinn Halldórsson, Unnur B. Karlsdóttir, Halldór Waren og Jóhanna G. Hafliðadóttir.

Áætluninni vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Boð um að halda aðalfund Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Fljótsdalshéraði árið 201

Málsnúmer 201304087

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 16. apríl 2013, frá Félagi íþrótta- æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi, þar sem óskað er eftir að aðalfundur félagsins árið 2014 verði haldinn á Fljótsdalshéraði.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir beiðni félagsins og býður félagið velkomið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umsókn um styrk vegna þátttöku í landsliðshópi í körfubolta

Málsnúmer 201304127

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 21. apríl 2013, frá Ævari Bjarnasyni og Jóhönnu Ástráðsdóttur þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku sonar þeirra, Eysteini Bjarna, í keppni unglingalandsliðs í körfubolta í Svíþjóð í maí.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að styrkja verkefnið um kr. 50.000 sem tekið verði lið 06.89. Nefndin óskar Eysteini Bjarna til hamingju með þennan árangur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Fundi slitið - kl. 20:30.