Umsókn um styrk vegna þátttöku í landsliðshópi í körfubolta

Málsnúmer 201304127

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 47. fundur - 23.04.2013

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 21. apríl 2013, frá Ævari Bjarnasyni og Jóhönnu Ástráðsdóttur þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku sonar þeirra, Eysteini Bjarna, í keppni unglingalandsliðs í körfubolta í Svíþjóð í maí.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að styrkja verkefnið um kr. 50.000 sem tekið verði lið 06.89. Nefndin óskar Eysteini Bjarna til hamingju með þennan árangur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 177. fundur - 08.05.2013

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 21. apríl 2013, frá Ævari Bjarnasyni og Jóhönnu Ástráðsdóttur þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku sonar þeirra, Eysteini Bjarna, í keppni unglingalandsliðs í körfubolta í Svíþjóð í maí.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að styrkja verkefnið um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 06.89. Bæjarstjórn óskar Eysteini Bjarna til hamingju með þennan árangur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.