Boð um að halda aðalfund Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Fljótsdalshéraði árið 201

Málsnúmer 201304087

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 47. fundur - 23.04.2013

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 16. apríl 2013, frá Félagi íþrótta- æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi, þar sem óskað er eftir að aðalfundur félagsins árið 2014 verði haldinn á Fljótsdalshéraði.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir beiðni félagsins og býður félagið velkomið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 177. fundur - 08.05.2013

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 16. apríl 2013, frá Félagi íþrótta- æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi, þar sem óskað er eftir að aðalfundur félagsins árið 2014 verði haldinn á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn beiðni félagsins og býður meðlimi félagsins velkomna á Fljótsdalshérað með aðalfund sinn fyrir árið 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.