- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að tilnefna Björn Ingimarsson sem aðalmann í stjórn Gróðrarstöðvar Barra ehf. og Gunnlaug Guðjónsson sem varafulltrúa. Tilnefining þessi er sameiginleg með Fljótsdalshreppi.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Gróðrarstöðvarinnar sem boðaður er þann 16. apríl nk.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir að tilnefna Björn Ingimarsson sem aðalmann í stjórn Gróðrarstöðvarinnar Barra ehf. og Gunnlaug Guðjónsson sem varafulltrúa. Tilnefning þessi er sameiginleg með Fljótsdalshreppi. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Barra ehf. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fyrir liggur fundarboð til hluthafa á aðalfund Barra ehf, en fundurinn verður haldinn 16. apríl 2013.
Formanni atvinnumálanefndar falið í samráði við bæjarráð að skipa fulltrúa í stjórn Barra. Nefndin fer fram á að stjórnarmaður komi úr röðum stjórnenda sveitarfélagsins eða úr stjórn atvinnumálasjóðs.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.