Sóknaráætlun Austurlands 2013

Málsnúmer 201303073

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 89. fundur - 08.04.2013

Fyrir liggur til kynningar Sóknaráætlun Austurlands ásamt stöðumati.

Nefndin fagnar þeim áherslum sem lögð er á markaðssetningu svæðisins, m.a. Egilsstaðaflugvöll sem eitt af meginverkefnum áætlunarinnar fyrir 2013.

Nefndin saknar hins vegar að gerð sé grein fyrir skógrækt sem einu af sóknarfærum svæðisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 10.04.2013

Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og fagnar því að áhersla er lögð á markaðssetningu svæðisins, m.a. varðandi Egilsstaðaflugvöll.

Hins vegar saknar bæjarráð þess að skógræktar er ekki getið sem eins af sóknarfærum svæðisins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 176. fundur - 17.04.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Bæjarstjórn tekur undir með atvinnumálanefnd og fagnar því að áhersla er lögð á markaðssetningu svæðisins, m.a. varðandi Egilsstaðaflugvöll.

Hins vegar saknar bæjarstjórn þess að skógræktar sé ekki getið sem eins af sóknarfærum svæðisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.