Egilsstaðaflugvöllur

Málsnúmer 201305163

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 91. fundur - 27.05.2013

Undan farin ár hefur ferðamönnum til Íslands fjölgað hratt og stöðugt. Allt bendir til þess að sú þróun haldi áfram. Í ljósi þess hvetur atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs hagsmunasamtök í ferðaþjónustu, flugrekstraraðila og yfirvöld flug- og ferðamála á Íslandi til að vinna að því að Egilsstaðaflugvöllur verði enn frekar nýttur sem millilandaflugvöllur og hann verði þannig ein af megingáttum flugfarþega inn og útúr landinu. Stöðug fjölgun á erlendum ferðamönnum til landsins kallar á skynsamlega dreifingu þeirra, m.a. til að sporna við of miklu álagi á viðkvæmar náttúruperlur á suðvesturhorni Íslands svo og til að stuðla að sem kraftmestum atvinnurekstri ferðaþjónustunnar um allt landið. Atvinnumálanefnd bendir jafnframt á að með hækkandi eldsneytisverði og sífellt auknum umhverfiskröfum þá hljóti að vera hagkvæmt að horfa til sem stystu flugleiða milli Evrópu og Íslands. Með þetta að leiðarjósi telur atvinnumálanefnd það vera þjóðhagslega skynsamlegt að nýta það mannvirki sem flugvöllurinn á Egilsstöðum er, til enn frekara millilandaflugs, samhliða Keflavíkurflugvelli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 233. fundur - 29.05.2013

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að taka undir eftirfarandi bókun atvinnumálanefndar:
Undanfarin ár hefur ferðamönnum til Íslands fjölgað hratt og stöðugt. Allt bendir til þess að sú þróun haldi áfram. Í ljósi þess hvetur atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs hagsmunasamtök í ferðaþjónustu, flugrekstraraðila og yfirvöld flug- og ferðamála á Íslandi til að vinna að því að Egilsstaðaflugvöllur verði enn frekar nýttur sem millilandaflugvöllur og hann verði þannig ein af megingáttum flugfarþega inn og út úr landinu. Stöðug fjölgun á erlendum ferðamönnum til landsins kallar á skynsamlega dreifingu þeirra, m.a. til að sporna við of miklu álagi á viðkvæmar náttúruperlur á suðvesturhorni Íslands svo og til að stuðla að sem kraftmestum atvinnurekstri ferðaþjónustunnar um allt landið. Atvinnumálanefnd bendir jafnframt á að með hækkandi eldsneytisverði og sífellt auknum umhverfiskröfum þá hljóti að vera hagkvæmt að horfa til sem stystu flugleiða milli Evrópu og Íslands. Með þetta að leiðarljósi telur atvinnumálanefnd það vera þjóðhagslega skynsamlegt að nýta það mannvirki sem flugvöllurinn á Egilsstöðum er, til enn frekara millilandaflugs, samhliða Keflavíkurflugvelli.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 179. fundur - 05.06.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að taka undir eftirfarandi bókun atvinnumálanefndar:
Undanfarin ár hefur ferðamönnum til Íslands fjölgað hratt og stöðugt. Allt bendir til þess að sú þróun haldi áfram. Í ljósi þess hvetur atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs hagsmunasamtök í ferðaþjónustu, flugrekstraraðila og yfirvöld flug- og ferðamála á Íslandi til að vinna að því að Egilsstaðaflugvöllur verði enn frekar nýttur sem millilandaflugvöllur og hann verði þannig ein af megingáttum flugfarþega inn og út úr landinu. Stöðug fjölgun á erlendum ferðamönnum til landsins kallar á skynsamlega dreifingu þeirra, m.a. til að sporna við of miklu álagi á viðkvæmar náttúruperlur á suðvesturhorni Íslands svo og til að stuðla að sem kraftmestum atvinnurekstri ferðaþjónustunnar um allt landið. Atvinnumálanefnd bendir jafnframt á að með hækkandi eldsneytisverði og sífellt auknum umhverfiskröfum þá hljóti að vera hagkvæmt að horfa til sem stystu flugleiða milli Evrópu og Íslands. Með þetta að leiðarljósi telur atvinnumálanefnd það vera þjóðhagslega skynsamlegt að nýta það mannvirki sem flugvöllurinn á Egilsstöðum er, til enn frekara millilandaflugs, samhliða Keflavíkurflugvelli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 15.07.2013

Lögð fram til kynningar staðfesting frá innanríkisráðuneytinu um móttöku bréfs Fljótsdalshéraðs dagsett 6.júní 2013, varðandi millilandaflug um Egilsstaðaflugvöll.