Siðareglur

Málsnúmer 201305150

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 233. fundur - 29.05.2013

Lögð fram drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.

Umræðu frestað.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 11.06.2013

Lögð fram drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs, en í drögum að endurskoðuðum samþykktum sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að slíkar siðareglur séu til og samþykktar af bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu siðareglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 180. fundur - 19.06.2013

Vísað til liðar 6 á dagskrá fundarins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 180. fundur - 19.06.2013

Lögð fram drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs, en í drögum að endurskoðuðum samþykktum sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að slíkar siðarreglur séu til og samþykktar ef bæjarstjórn.

Til máls tóku Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi 6. gr í fyrirliggjandi drögum og lagði fram eftirfarandi tillögu að breytingu á þeirri grein: Kjörnir fulltrúar skulu í störfum sínum aldrei falast eftir eða þiggja gjafir, hluti eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum, sem fela í sér veruleg fjárhagsleg verðmæti eða persónulegan ávinning. Aðeins skal heimilt að þiggja gjafir sé um að ræða tækifærisgjafir sem gefnar eru í tengslum við fundi eða aðra viðburði og að andvirði þeirra sé óverulegt. Upplýsa skal bæjarráð um viðtöku gjafa samkvæmt þessu. Boðsferðir af öllu tagi skulu lagðar fyrir bæjarráð til umfjöllunar og samþykktar fyrirfram með rökstuðningi.

Gunnar Jónsson sem ræddi reglurnar almennt og 6. gr. sérstaklega, Sigrún Blöndal, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Sigrún Harðardóttur sem ræddu 6. grein.

Breytingartillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir siðarreglurnar svo breyttar og öðlast þær gildi frá og með deginum í dag. Skrifstofustjóra falið að koma reglunum á framfæri við þá aðila er lög gera ráð fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.