Samþykktir

Málsnúmer 201305149

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 233. fundur - 29.05.2013

Lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum fyrir stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs, en þau byggja á fyrirmynd Innanríkisráðuneytisins að slíkum samþykktum fyrir sveitarfélög.

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að vísa drögum að samþykktum um stjórn og fundasköp Fljótsdalshéraðs, með áorðnum breytingum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


Björn Ingimarsson vék hér af fundi, en hann hafði verið í símasambandi við fundarmenn.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 179. fundur - 05.06.2013

Vísað til liðar 7 í þessari fundargerð.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 179. fundur - 05.06.2013

Lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum fyrir stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs, en þau byggja á fyrirmynd Innanríkisráðuneytisins að slíkum samþykktum fyrir sveitarfélög.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti breytingatillögur sem hann hefur gert á þeim drögum að samþykktum sem bæjarráð afgreiddi í fyrri umræðu og vísaði til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Aðrir sem til máls tóku um samþykktirnar og einstaka liði hennar voru: Sigrún Blöndal, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Stefán Bogi Sveinsson.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa drögum að samþykktum um stjórn og fundasköp Fljótsdalshéraðs, eins og bæjarráð afgreiddi þær til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að þeim breytingatillögum sem fram komu á fundinum verði vísað til síðari umræðu í bæjarráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 11.06.2013

Lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum fyrir stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs, ásamt þeim breytingartillögum sem fram komu við fyrri umræðu um samþykktirnar á síðasta fundi bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að vísa drögum að samþykktunum, með áorðnum breytingum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 180. fundur - 19.06.2013

Vísað til liðar 7 á dagskrá fundarins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 180. fundur - 19.06.2013

Lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum fyrir stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs er bæjarráð samþykkti að vísa til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Til máls tók Stefán Bogi Sveinsson sem kynnti breytingartillögur við framlögð drög af samþykktum fyrir stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs á grundvelli athugasemda frá lögfræðingum Sambands ísl. sveitarfélaga eftir yfirlestur á drögunum. Einnig tóku til máls: Sigrún Blöndal sem ræddi fyrirliggjandi drög, Gunnar Jónsson sem ræddi framlagða breytingartillögu og lagði fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson sem svaraði fyrirspurn Gunnars Jónssonar.

Breytingartillögur sem kynntar voru samþykktar samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar samþykktir með áorðnum breytingum og öðlast þær gildi er þær hafa hlotið staðfestingu þar til bærra aðila. Skrifstofustjóra falið að koma þeim á framfæri við þá aðila er lög gera ráð fyrir auk þess að leita eftir staðfestingu þeirra þar sem við á.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 15.07.2013

Lagðar fram athugasemdir og ábendingar frá Innanríkisráðuneytinu, vegna samþykkta Fljótsdalshéraðs um stjórn og fundarsköp, sem voru send ráðuneytinu til staðfestingar.

Forseti bæjarstjórnar fór yfir málið og kynnti fyrir bæjarráðsmönnum. Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að fresta þriðju umræðu um samþykktirnar til næsta fundar bæjarráðs og felur forseta bæjarstjórnar að ganga frá kynntum breytingartillögum við samþykktirnar inn í textaskjalinu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 24.07.2013

Drög að samþykktum lagðar fram til þriðju umræðu.

Bæjarráð samþykkir að í 47. gr. samþykkarinnar verði það samræmt í texta að í öllum fastanefndum eigi að a.m.k. einn bæjarfulltrúi sæti.

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu samþykktirnar þannig, með áorðinni breytingu.