Ráðning skólastjóra Leikskólans Tjarnarskógar

Málsnúmer 201311036

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 193. fundur - 11.11.2013

Bæjarstjóri mætti á fund nefndarinnar og kynnti ferli við undirbúning og tillögu um ráðningu skólastjóra leikskólans Tjarnarskógar. Eftir nokkrar umræður var ákveðið að framvegis fái nefndarmenn upplýsingar um umsækjendur um stjórnendastöður á fræðslusviði áður en niðurstaða um ráðningu er kynnt.