Egilsstaðaskóli - starfsmannamál

Málsnúmer 201311035

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 193. fundur - 11.11.2013

Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti málið en umtalsverð forföll hafa verið og eru fyrirséð á þessu ári. Sigurlaug minnir jafnframt á að ekki er kennari á skólabókasafni. Hún óskar eftir heimild til að ráða í 80-100% starf til viðbótar við þá fjárhagsáætlun sem er í vinnslu. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti heimild til umbeðinnar ráðningar en skoðað verði þegar líður á vorönn 2014 hvort þessi viðbót kalli á viðbótarfjárþörf á árinu 2014.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 187. fundur - 20.11.2013

Á fundi fræðslunefndar kynnti Sigurlaug Jónasdóttir skólastjóri Egilsstaðaskóla málið, en umtalsverð forföll hafa verið og eru fyrirséð á þessu ári. Sigurlaug minnir jafnframt á að ekki er kennari á skólabókasafni. Hún óskar eftir heimild til að ráða í 80-100% starf til viðbótar við þá fjárhagsáætlun sem er í vinnslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn fyrir sitt leyti heimild til umbeðinnar ráðningar, en skoðað verði þegar líður á vorönn 2014 hvort þessi viðbót kalli á viðbótarfjárþörf á árinu 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.