Stefanía Malen Stefánsdóttir kynnti tillögu að breytingu á skipulagi félagsmiðstöðva. Hún leggur til að starfrækt verði ein félagsmiðstöð á Fljótsdalshéraði. Fræðslunefnd mun taka málið til skoðunar.
Á fundi fræðslunefndar kynnti Stefanía Malen Stefánsdóttir tillögu að breytingu á skipulagi félagsmiðstöðva. Hún leggur til að starfrækt verði ein félagsmiðstöð á Fljótsdalshéraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn felur fræðslunefnd að taka málið til frekari skoðunar.
Árni Heiðar Pálsson, forstöðumaður félagsmiðstöðva, mætti á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir starfseminni í félagsmiðstöðvunum. Umfjöllun um málefni félagsmiðstöðva verður haldið áfram á vettvangi nefndarinnnar.