Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

194. fundur 25. nóvember 2013 kl. 16:00 - 18:43 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Maríanna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Lembi Seia Sangle, Anna Heiða Óskarsdóttir, Sigríður Herdís Pálsdóttir og María Ósk Kristmundsdóttir sátu fundinn undir lið 1 og 2 á dagskránni.

1.Erindi frá foreldraráði Tjarnarskógar

Málsnúmer 201311124Vakta málsnúmer

María Ósk Kristmundsdóttir, kynnti erindið. Fræðslufulltrúi gerði grein fyrir athugun á möguleikum varðandi framleiðslu á fiskmáltíðum fyrir skólabörn í þéttbýlinu. Erfitt reynist að finna viðunandi lausn. Fræðslunefnd leggur til að sú ákvörðun sem tekin hefur verið um að ekki verði að óbreyttu boðið upp á fiskmáltíðir standi óbreytt. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Heildarúttekt á fræðslustofnunum á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201311123Vakta málsnúmer

Ragnhildur Rós Indriðadóttir leggur fram eftirfarandi tillögu: Gerð verði fagleg og fjárhagslega heildarúttekt á fræðslustofnunum á Fljótsdalshéraði. Til verksins verði fenginn þar til bær utanaðkomandi sérfræðingur. Úttektinni verði lokið fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar. Borið undir atkvæði með handauppréttingu. Fellt með þremur atkvæðum (GI, SS, HÞ) gegn tveimur (MJ, RRI).
Fulltrúar meirihluta í fræðslunefnd (GI, SS, HÞ) lögðu fram eftirfarandi bókun: Um þessar mundir er að ljúka vinnu tveggja starfshópa sem annars vegar fjalla um málefni Hallormsstaðaskóla og hins vegar um sérfræðiþjónustu skóla. Niðurstaða þessara starfshópa er mikilvægt innlegg í umfjöllun um starfsemi fræðslustofnana. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði við úttekt á fræðslustofnunum í nýsamþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Af þessum sökum er ekki tímabært að taka ákvarðanir um slíka úttekt að svo stöddu.

3.Framtíð tónlistarskóla á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201311122Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað.

4.Málefni félagsmiðstöðva Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201311030Vakta málsnúmer

Árni Heiðar Pálsson, forstöðumaður félagsmiðstöðva, mætti á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir starfseminni í félagsmiðstöðvunum. Umfjöllun um málefni félagsmiðstöðva verður haldið áfram á vettvangi nefndarinnnar.

5.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2013

Málsnúmer 201310078Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Heimsókn í fræðslustofnanir í Fellabæ

Málsnúmer 201311139Vakta málsnúmer

Nefndarmenn fóru í heimsókn í Fellaskóla, Hádegishöfða og félagsmiðstöðina Afrek fyrir fund. Skólastjórnendur í Fellaskóla og Hádegishöfða tóku á móti nefndarmönnum og ræddu starfsemina auk þess sem fundarmenn skoðuðu húsnæði viðkomandi stofnana. Ljóst er að fræðslunefnd þarf að fylgja eftir ýmsum atriðum varðandi viðhald og búnað einkum í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Afreks.

Fundi slitið - kl. 18:43.