Ragnhildur Rós Indriðadóttir leggur fram eftirfarandi tillögu: Gerð verði fagleg og fjárhagslega heildarúttekt á fræðslustofnunum á Fljótsdalshéraði. Til verksins verði fenginn þar til bær utanaðkomandi sérfræðingur. Úttektinni verði lokið fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar. Borið undir atkvæði með handauppréttingu. Fellt með þremur atkvæðum (GI, SS, HÞ) gegn tveimur (MJ, RRI). Fulltrúar meirihluta í fræðslunefnd (GI, SS, HÞ) lögðu fram eftirfarandi bókun: Um þessar mundir er að ljúka vinnu tveggja starfshópa sem annars vegar fjalla um málefni Hallormsstaðaskóla og hins vegar um sérfræðiþjónustu skóla. Niðurstaða þessara starfshópa er mikilvægt innlegg í umfjöllun um starfsemi fræðslustofnana. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði við úttekt á fræðslustofnunum í nýsamþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Af þessum sökum er ekki tímabært að taka ákvarðanir um slíka úttekt að svo stöddu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir neðangreinda bókun meirihluta fræðslunefndar: Um þessar mundir er að ljúka vinnu tveggja starfshópa sem annars vegar fjalla um málefni Hallormsstaðaskóla og hins vegar um sérfræðiþjónustu skóla. Niðurstaða þessara starfshópa er mikilvægt innlegg í umfjöllun um starfsemi fræðslustofnana. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði við úttekt á fræðslustofnunum í nýsamþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Af þessum sökum er ekki tímabært að taka ákvarðanir um slíka úttekt að svo stöddu.
Samþykkt með 5 atkvæðum en 1 sat hjá (SB) og 3 voru á móti (RRI. ÁÓ. og KL.)
Fulltrúar meirihluta í fræðslunefnd (GI, SS, HÞ) lögðu fram eftirfarandi bókun: Um þessar mundir er að ljúka vinnu tveggja starfshópa sem annars vegar fjalla um málefni Hallormsstaðaskóla og hins vegar um sérfræðiþjónustu skóla. Niðurstaða þessara starfshópa er mikilvægt innlegg í umfjöllun um starfsemi fræðslustofnana. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði við úttekt á fræðslustofnunum í nýsamþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Af þessum sökum er ekki tímabært að taka ákvarðanir um slíka úttekt að svo stöddu.