Erindi frá foreldraráði Tjarnarskógar

Málsnúmer 201311124

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 194. fundur - 25.11.2013

María Ósk Kristmundsdóttir, kynnti erindið. Fræðslufulltrúi gerði grein fyrir athugun á möguleikum varðandi framleiðslu á fiskmáltíðum fyrir skólabörn í þéttbýlinu. Erfitt reynist að finna viðunandi lausn. Fræðslunefnd leggur til að sú ákvörðun sem tekin hefur verið um að ekki verði að óbreyttu boðið upp á fiskmáltíðir standi óbreytt. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 188. fundur - 04.12.2013

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.