Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

246. fundur 11. desember 2013 kl. 16:00 - 20:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Sigrún Harðardóttir varamaður
  • Eyrún Arnardóttir varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Kristinsson varamaður
  • Páll Sigvaldason
  • Gunnhildur Ingvarsdóttir
  • Helga Þórarinsdóttir
  • Sigríður Ragna Björgvinsdóttir
  • Árni Ólason
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Sveinbjörg S. Sveinbjörnsdóttir skjalastjóri
  • Andri Þór Ómarsson
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir
  • Sigvaldi H Ragnarsson varamaður
  • Jónas Guðmundsson
  • Anna Alexandersdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 04.12.2013

Málsnúmer 201312013

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Framtíðarfyrirkomulag skólastarfs á Hallormsstað

Málsnúmer 201305081

Málefni skólastarfs á Hallormsstað rædd, en þau eru nú í vinnslu hjá skólanefnd Hallormsstaðaskóla.

3.Starfsemi félagsheimilanna

Málsnúmer 201201262

Lagður fram samningur við kvenfélag Skriðdæla um leigu á félagsheimilinu Arnhólsstöðum. Leigusamningurinn er ótímabundinn og gildir frá 1. janúar 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að undirrita samninginn fh. sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Tillaga til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna

Málsnúmer 201312029

Lagður fram tölvupóstur,dagsettur 6.des.2013, frá Sigrúnu Helgu Sigurjónsdóttur, ritara nefndasviðs Alþingis, með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari nætur.

Lagt fram til kynningar.

5.Frumvarp til laga um loftslagsmál (fjárhæð losunargjalds)

Málsnúmer 201312025

Lagður fram tölvupóstur, dags. 6.des.2013, frá Kristjönu Benediktsdóttur skjalaverði á Alþingi, með beiðni um umsögn við frumvarpi til laga um loftslagsmál (fjárhæð losunargjalds).

Lagt fram til kynningar.

6.Starfshópur vegna Reiðhallar

Málsnúmer 201312017

Samkvæmt bókun bæjarstjórnar frá síðasta fundi eru eftirtaldir aðilar hér með tilnefndir í starfshóp um framtíðarfyrirkomulag rekstrar reiðhallarinnar á Iðavöllum:

Eyrún Arnardóttir fulltrúi bæjarstjórnar,
Friðrik Kjartansson fulltrúi ferðaþjónustuaðila,
Ragnar Magnússon fulltrúi hestamanna,
Páll Sigvaldason fulltrúi menningar- og íþróttanefndar
Gunnar Sigbjörnsson fulltrúi atvinnumálanefndar

Eyrún Arnardóttir verði formaður og kalli hópinn saman.
Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúi verði starfsmaður hópsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Uppbygging sölumiðstöðvar Húss handanna / Anddyri Austurlands

Málsnúmer 201301023

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að greiða út umræddan 1,5 milljón kr. styrk að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum:

Að fyrir liggi samningur um viðunandi húsnæði fyrir verslunina fyrir árið 2014.

Að staðfesting á viðbótarhlutafjárgreiðslu utanaðkomandi aðila að fjárhæð a.m.k. 1,5 milljónir króna liggi fyrir.

Samþykkt samhlóða með handauppréttingu.

8.Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030

Málsnúmer 201312010

Lagt fram bréf frá Reykjavíkurborg, dags. 2.des.2013, undirritað af Haraldi Sigurðssyni, verkefnisstjóra aðalskipulags, varðandi framkomnar athugasemdir um aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð ítrekar fyrri athugasemdir varðandi flugvöll í Vatnsmýrinni varðandi mikilvægi framtíðarstaðsetningar Reykjavíkurflugvallar á núverandi stað.

9.Umsókn um styrk vegna fasteignagjalda

Málsnúmer 201312011

Lagt fram bréf Ferðafélags Fljótsdalshéraðs varðandi álagningu fasteignagjalda, með hliðsjón af 7. gr. reglugerðar Félagsmálaráðuneytisins um fasteignaskatt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að láta fara yfir erindið í samræmi við reglur sveitarfélagsins og afgreiða það síðan í samræmi við þær.

10.Austurleið um Hrafnkelsdal. Aðkomuvegur að aðkomugöngum 3 í Glúmstaðadal

Málsnúmer 200903129

Lagt fram afrit af bréfi frá Herði Árnasyni, forstjóra Landsvirkjunar, dags. 28 .nóv. 2013, til Skipulagsstofnunar varðandi aðkomuveg að aðgöngum 3 í Glúmsstaðadal og framlengingu hans út í Hrafnkelsdal.
Þar er farið fram á að Skipulagsstofnun felli niður skilyrði um frágang aðkomuvegarins og þar með verði hann ekki hluti af áætlun Landsvirkjunar og Umhverfisstofnunar um námur, haugsvæði, vega- og slóðagerð.

Bæjarráð fagnar því að verið er að vinna að málinu og hefur væntingar um að framkvæmdir við fyrirhugaðar vegtengingar hefjist sem fyrst.

11.Ferjusiglingar til Seyðisfjarðar

Málsnúmer 201311058

Lögð fram staðfesting frá Innanríkisráðuneytinu um móttöku á bókun bæjarráðs frá 13. nóvember 2013.
Fram kom að erindinu hefur verið vísað til Vegagerðarinnar og vinnu við endurskoðunar samgönguáætlunar til frekari umfjöllunar.

12.Breytingar á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

Málsnúmer 201311144

Lagður fram tölvupóstur frá Ólafi Kr. Hjörleifssyni, lögfræðingi hjá Innanríkisráðuneytinu, dags.26.nóv.2013, þar sem vakin er athygli á að á Alþingi er í undirbúningi breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

Bæjarstjórn hefur þegar brugðist við framangreindum breytingum og samþykkt 14,52% álagningarhlutfall útsvars.

13.Fundur samráðsnefndar Landsvirkjunar og Fljótsdalshéraðs 26.11.2013

Málsnúmer 201312005

Fram kom að næsti fundur hópsins verði í tengslum við opinn kynningarfund Landsvirkjunar, sem stefnan er að halda um miðjan janúar.
Bæjarráð mælist til þess að fundargerð samráðsnefndar verði send út til félags landeigenda og Veiðifélags Lagarfljóts og þeir upplýstir um fyrirhugaðan kynningarfund.

Fundargerðin staðfest.

14.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2013

Málsnúmer 201311039

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkra punkta varðandi rekstur sveitarfélagsins.

Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 nr. 19 og 20.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 19. sem snýr að breyttri skiptingu á sameiginlegum tölvukostnaði frá upphaflegri fjárhagsáætlun, en hefur ekki áhrif á heildarútgjöld.
Bæjarráð samþykkir einnig viðauka nr. 20 sem er hækkun á framlagi atvinnumálasjóðs til Barra upp á 1.500.000 kr. sem samþykkt var á síðasta bæjarstjórnarfundi.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri gerðu grein fyrir fundum með eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga, sem haldinn var í framhaldi af afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2014, ásamt þriggja ára áætlun og fundi með Lánasjóði sveitarfélaga.

Ormsteiti, erindi vísað frá bæjarstjórn á síðasta fundi hennar. Varðar beiðni um 600.000 kr. viðbótarfjármagn til hátíðarinnar 2013, vegna aukakostnaðar og minnkandi styrkja. Þar sem upphæðin rúmast innan samþykktra fjárheimilda menningarnefndar, samþykkir bæjarráð að fela atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa afgreiðslu málsins.
Á fundinn mættu Páll Sigvaldason formaður menningar- og íþróttanefndar og Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúi. Fóru þeir yfir eitt og annað sem lítur að framkvæmd Ormsteitis og fyrirkomulagi þess á næsta ári og árum.

Stefán Bogi Sveinsson mætti til fundar og kynnti hugmyndir að endurnýjuðu samstarfi um rannsóknarsetur HÍ á Egilsstöðum. Að lokinni kynningu samþykkti bæjarráð að veita Stefáni Boga umboð til að vinna hugmyndina áfram.

16.Fundargerð 810. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201311152

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.1.Önnur mál

Málsnúmer 201312028

Varðandi niðurstöður úr könnun meðal nemenda Egilsstaðaskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma niðurstöðunum til skoðunar og vinnslu hjá viðkomandi nefndum eða starfsmönnum sveitarfélagsins og svara spurningum sem fram komu varðandi sundlaugina á Egilsstöðum.
Málefnum strætó vísað til skoðunar og umsagnar hjá framkvæmda- og þjónustufulltrúa.

16.2.Félagsmiðstöðvar Afrek og Nýung

Málsnúmer 201312027

Bæjarráð fagnar góðri umræðu ungmennaráðs um félagsmiðstöðvarnar og hugmyndum þeirra um uppbyggingu betri þjónustu fyrir börn og unglinga sem þau gætu öll nýtt sér.
Bæjarráð vísar tillögum og bókun ungmennaráðs til vinnu við endurskoðun á fyrirkomulegi félagsmiðstöðva sveitarfélagsins.

17.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 38

Málsnúmer 1312009

Fundargerðin staðfest.

17.1.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Lagt fram til kynningar.

17.2.PISA 2012

Málsnúmer 201312023

Í vinnslu.

17.3.Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk 2013

Málsnúmer 201301095

Lagt fram til kynningar.

17.4.Íslenskt málumhverfi í grunnskólum

Málsnúmer 201312021

Lagt fram til kynningar.

17.5.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201209100

Lagt fram til kynningar.

17.6.Skólamáltíðir

Málsnúmer 201312022

Lagt fram til kynningar.

17.7.Ytra mat á leikskólum

Málsnúmer 201312024

Eftirfarandi tilaga lögð fram:

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu þá tillögu fræðslunefndar að sótt verði um ytra mat til mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir leikskólana Hádegishöfða og Tjarnarskóg.

18.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 195

Málsnúmer 1312004

Fundargerðin staðfest.

19.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083

Farið yfir stærri framkvæmdir sem fyrir liggja en eru ekki inni á þriggja ára áætlun og þeim forgangsraðað.
Röðunin er þessi, með fyrirvara um niðurstöður varðandi menningarhús annars vegar og safnahús hins vegar.
1. Íþróttamiðstöð viðbygging
2-3. Leikskólinn Hádegishöfði viðbygging
2-3. Fimleikasalur
4. Íþróttamiðstöð innisundlaug

Endanleg röðun á liðum 2 og 3 verði byggð á nánari greiningu á kostnaði og þörfum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:30.