Framtíðarfyrirkomulag skólastarfs á Hallormsstað

Málsnúmer 201305081

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 15.05.2013

Farið yfir umræður um málið sem urðu á fundi bæjarfulltrúa með fulltrúum hreppsnefndar Fljótsdalshrepps 8. maí sl.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að leggja til að skipaður verði þriggja manna sameiginlegur starfshópur með Fljótsdalshreppi, sem greini stöðu, framtíðarhorfur og valkosti varðandi skólastarf á Hallormsstað. Hópurinn verði skipaður formanni skólanefndar og einum fulltrúa tilnefndum af hvorri sveitarstjórn. Bæjarstjóra falið að ræða við oddvita Fljótsdalshrepps um framhaldið.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 178. fundur - 22.05.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að skipaður verði þriggja manna sameiginlegur starfshópur með Fljótsdalshreppi, sem greini stöðu, framtíðarhorfur og valkosti varðandi skólastarf á Hallormsstað.
Hópurinn verði skipaður Gunnhildi Ingvarsdóttur formanni skólanefndar og Sigrúnu Blöndal fulltrúa bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, tilnefndum af Fljótsdalshéraði og Lárusi Heiðarssyni fulltrúa hreppsnefndar Fljótsdalshrepps, tilnefndum af Fljótsdalshreppi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 11.06.2013

Lögð fram tillaga vinnuhóps sem skipaður var af Fljótsdalshéraði og Fljótsdalshreppi um fyrirkomulag skólastarfs á Hallormsstað á komandi vetri.

Bæjarráð þakkar tillögur hópsins, en telur ekki raunhæft að þær komi til framkvæmda á komandi hausti. Bæjarráð felur starfshópnum fyrir sitt leyti að starfa áfram að því verkefni sem honum var falið og að skila tillögum fyrir lok október til sveitarstjórna Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps þar sem miðað verði við að mögulegar breytingar á skólastarfi geti orðið frá og með skólaárinu 2014 - 2015. Samráð verði haft við starfsmenn og foreldra.

Bæjarráð leggur til að fræðslufulltrúa og skólastjóra verði falið að koma með tillögur til skólanefndar Hallormsstaðaskóla um skólastarf næsta skólaárs sem taki mið af fyrirsjáanlegri fækkun nemenda.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 180. fundur - 19.06.2013

Fyrir fundi bæjarráðs lágu tillögur frá sameiginlegum vinnuhópi Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps um framtíð Hallormsstaðaskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs þakkar tillögur vinnuhóps sem skipaður var af Fljótsdalshéraði og Fljótsdalshreppi um framtíðarfyrirkomulag skólastarfs á Hallormsstað. Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði um að ekki sé raunhæft að þær komi til framkvæmda á komandi hausti en leggur fyrir starfshópinn að starfa áfram að því verkefni sem honum var falið og skila tillögum fyrir lok október til sveitarstjórna Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps þar sem miðað verði við að mögulegar breytingar á skólastarfi geti orðið frá og með skólaárinu 2014 - 2015. Samráð verði haft við starfsmenn og foreldra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skólanefnd Hallormsstaðaskóla - 20. fundur - 21.06.2013

Fyrir fundinum lá erindi frá Sigurlaugu Gísladóttur sem lagt var fram til kynningar.

Í ljósi stöðu skólans leggur skólanefnd til að yfirstjórn skólans verði færð undir Egilsstaðskóla frá og með skólaárinu 2013-2014.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 26.06.2013

Fyrir lá tillaga skólanefndar um að yfirstjórn skólans verði færð undir Egilsstaðaskóla frá og með skólaárinu 2013 - 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð ítrekar niðurstöðu bæjarstjórnar frá 19. júní 2013 um að ekki sé raunhæft að gera grundvallarbreytingar á skólastarfi í Hallormsstaðaskóla með svo skömmum fyrirvara.
Bæjarráð ítrekar jafnframt að skipuðum starfshópi um framtíð Hallormsstaðaskóla hefur verið falið að starfa áfram og mun skila tillögum í haust sem komi geti til framkvæmda á árinu 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 15.07.2013

Lögð fram til kynningar bókun hreppsnefndar Fljótsdalshrepps frá 2. júlí varðandi málið. Að öðru leyti er það í vinnslu hjá fræðslufulltrúa og skólayfirvöldum Hallormsstaðaskóla.
Helga Guðmundsdóttir sat fundinn undir þessum lið og kynnti vinnu sína varðandi málefni Hallormsstaðaskóla og skólastarf þar á komandi skólaári.
Málið verður aftur á dagskrá næsta bæjarráðsfundar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 24.07.2013

Farið yfir stöðu mála og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram með fræðslufulltrúa og skólayfirvöldum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 14.08.2013

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti tímabundinn ráðningarsamning aðstoðarskólastjóra við Hallormsstaðaskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir framlagðan ráðningarsamning, sem gildir út komandi skólaár.

Bæjarráð leggur til að fulltrúar sveitarfélaganna boða til fundar með öllum starfsmönnum Hallormsstaðaskóla fyrir skólabyrjun.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 245. fundur - 28.11.2013

Rætt um framtíðarfyrirkomulag skólastarfs á Hallormsstað, en það hefur verið til skoðunar hjá sérstökum starfshópi undarfarna mánuði. Starfshópurinn hefur nú skilað tillögum og er þar um þrjá valkosti að ræða.

Bæjarráð samþykkir að næstu skref í málinu verði að boða til sameiginlegs fundar bæjarráðs og sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps þar sem tillögurnar verði ræddar. Í framhaldi af því verði þær kynntar starfsfólki Hallormsstaðaskóla. Næstu skref í málinu verði ákveðin í framhaldi af þeim fundum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 188. fundur - 04.12.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í framhaldi af sameiginlegum fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, samþykkir bæjarstjórn að tillaga starfshópsins merkt nr. 2 verði valin.
Jafnframt verði skólanefnd falið að útfæra hana og undirbúa í samstarfi við nýja stjórnendur, gert er ráð fyrir að eftir henni verði starfað frá og með næsta skólaári.
Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir því að fyrirkomulagi skólastarfs á Hallormsstaðaskóla verði breytt á þann veg að skólinn verði starfræktur áfram fyrir yngstastig og miðstig. Nemendum á efsta stigi verði ekið í Egilsstaðaskóla. Skólinn verði gerður að deild í Egilsstaðaskóla og gert er ráð fyrir deildarstjóra á Hallormsstað undir stjórn skólastjóra Egilsstaðaskóla.
Ákvörðun sú að fara leið 2 er tekin á þeim forsendum að á meðan ekki er að sjá að fjárhagslega sé réttlætanlegt að halda úti skólastarfi á Hallormsstað með sama hætti og verið hefur, með þeirri fækkun nemenda sem íbúaþróun bendir til, þá er það samt sameiginlegur vilji Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps að grunnskólastarf á Hallormsstað leggist ekki af og eru sveitarfélögin tilbúin að standa að þeim breytingum sem að tillaga 2 felur í sér enda er gert ráð fyrir töluverðum sparnaði við breytingarnar eða allt að helmingi þess kostnaðar er nú er lagður í skólann að frádreginni innri leigu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 246. fundur - 11.12.2013

Málefni skólastarfs á Hallormsstað rædd, en þau eru nú í vinnslu hjá skólanefnd Hallormsstaðaskóla.