Skólanefnd Hallormsstaðaskóla

20. fundur 21. júní 2013 kl. 13:30 - 16:15 í Hallormsstaðaskóla
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Jóhann Þorvarður Ingimarsson aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Hallgrímur Þórhallsson aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
  • Michelle Lynn Mielnik áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi

1.Hallormsstaðaskóli - launaþróun janúar til maí 2013

Málsnúmer 201306081

Lagt fram yfirlit yfir þróun launakostnaðar janúar til maí 2013 miðað við sama tímabil 2012. Farið yfir skýringar á þeim frávikum sem birtast í yfirlitinu. Yfirlitið að öðru leyti lagt fram til kynningar.

2.Hallormsstaðaskóli - mat á skólastarfi

Málsnúmer 201306068

Fyrir fundinum lágu 3 skýrslur úr Skólapúlsinum sem byggja á viðhorfskönnunum meðal nemenda, foreldra og starfsmanna. Skólanefnd lýsir miklum áhyggjum af þeirri mynd af afstöðu nemenda, foreldra og starfsmann til skólastarfsins sem fram kemur í skýrslunum og telur nauðsynlegt að fenginn verði utanaðkomandi aðili til að vinna markvissa áætlun um úrbætur á þeirri stöðu sem fram kemur í áðurnefndum skýrslum fyrir upphaf næsta skólaárs.

3.Framtíðarfyrirkomulag skólastarfs á Hallormsstað

Málsnúmer 201305081

Fyrir fundinum lá erindi frá Sigurlaugu Gísladóttur sem lagt var fram til kynningar.

Í ljósi stöðu skólans leggur skólanefnd til að yfirstjórn skólans verði færð undir Egilsstaðskóla frá og með skólaárinu 2013-2014.

4.Hallormsstaðaskóli - skipulag skólastarfs 2013-2014

Málsnúmer 201306069

Vísað í bókun undir lið 3 hér að framan.

Fundi slitið - kl. 16:15.