Hallormsstaðaskóli - mat á skólastarfi

Málsnúmer 201306068

Skólanefnd Hallormsstaðaskóla - 20. fundur - 21.06.2013

Fyrir fundinum lágu 3 skýrslur úr Skólapúlsinum sem byggja á viðhorfskönnunum meðal nemenda, foreldra og starfsmanna. Skólanefnd lýsir miklum áhyggjum af þeirri mynd af afstöðu nemenda, foreldra og starfsmann til skólastarfsins sem fram kemur í skýrslunum og telur nauðsynlegt að fenginn verði utanaðkomandi aðili til að vinna markvissa áætlun um úrbætur á þeirri stöðu sem fram kemur í áðurnefndum skýrslum fyrir upphaf næsta skólaárs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 26.06.2013

Fyrir lágu þrjár skýrslur úr Skólapúlsinum sem byggja á viðhorfskönnunum meðal nemenda, foreldra og starfsmanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með skólanefnd og lýsir áhyggjum yfir þeirri mynd er fram kemur í skýrslunum. Mikilvægt er að unnið verði markvisst að úrbótum með það að markmiði að ráða bót á þeirri stöðu er fram kemur í umræddum skýrslum og verði það eitt af þeim verkefnum sem unnið verði að á fyrri hluta komandi skólaárs. Fræðslufulltrúa falið að vinna að málinu í samráði við skólayfirvöld.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.