Fellaskóli - framkvæmdir og viðhaldsverkefni 2015

Málsnúmer 201410080

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 21.10.2014

Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla, fylgdi eftir yfirliti yfir framkvæmdir og viðhaldsverkefni sem óskað er eftir að ráðist verði í af hálfu skólans. Hvað forgangsröðun varðar er ósk um að ýmis áríðandi atriði innan dyra gangi fyrir verkefnum utan dyra að svo komnu máli. Fram kom ósk um að skoðað verði hvort unnt sé að koma upp listasmiðju í ráðhúsi í Fellabæ þar sem listgreinar og smíðar fái góða aðstöðu.