Daníel Arason fylgdi eftir greinargerð sinni þar sem lagt er til að sett verði milliloft í rýmið þar sem nú er billiardborð í húsnæði Egilsstaðaskóla. Með þeim hætti fengi tónlistarskólinn samfellt rými fyrir alla sína starfsemi á annarri hæð húsnæðisins. Fræðslunefnd leggur til að þessi framkvæmd verði kostnaðarmetin og tekin afstaða til hvort unnt er að hrinda þessu í framkvæmd. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að fela umhverfis- og framkvæmdanefnd að skoða tillöguna um milliloft og kostnaðarmeta hana.