Fræðslunefnd leggur ríka áherslu á að þau atriði sem varða öryggi og opinberir eftirlitsaðilar gera athugasemd við séu settir i algjöran forgang við forgangsröðun framkvæmda og viðhaldsverkefna.
Nefndin leggur auk þess áherslu á hvað varðar Hádegishöfða verði auk öryggisatriða lögð áhersla á að lagfæra leka í lofti í fatahengi og endurnýja þurrkskápa og uppþvottavél. Hvað varðar Tjarnarskóg leggur nefndin áherslu á nauðsynlegar lagfæringar á húsnæðinu í Tjarnarlandi og að komið verði upp skábrautum til að auðvelda flutning á hádegisverði á báðum starfsstöðvum. Í Fellaskóla leggur nefndin áherslu á nauðsynlegar umbætur á eldhúsi og ræstiaðstöðu auk þess sem hugað verði að lagfæringum á gólfefni í sal í eldri byggingu. Í Brúarásskóla leggur nefndin áherslu á að áfram verði haldið með þá viðhaldsáætlun sem þar er í gangi og skoðað verði með möguleika á endurnýjun á því gólfefni sem verst er farið. Í Egilsstaðaskóla er lögð áhersla á að ráðist verði í að ljúka innréttingum á bókasafni skólans auk þess sem málað verði og gólf bónuð í eldri kennslustofum fyrir ofan stjórnunarálmu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og leggur ríka áherslu á að þau atriði sem varða öryggi og opinberir eftirlitsaðilar gera athugasemd við, séu settir i algjöran forgang við forgangsröðun framkvæmda og viðhaldsverkefna. Að öðru leyti vísar bæjarstjórn áhersluatriðum fræðslunefndar vegna framkvæmda og viðhalds í skólamannvirkjum til umhverfis- og framkvæmdanefndar til frekari úrvinnslu.
Nefndin leggur auk þess áherslu á hvað varðar Hádegishöfða verði auk öryggisatriða lögð áhersla á að lagfæra leka í lofti í fatahengi og endurnýja þurrkskápa og uppþvottavél. Hvað varðar Tjarnarskóg leggur nefndin áherslu á nauðsynlegar lagfæringar á húsnæðinu í Tjarnarlandi og að komið verði upp skábrautum til að auðvelda flutning á hádegisverði á báðum starfsstöðvum. Í Fellaskóla leggur nefndin áherslu á nauðsynlegar umbætur á eldhúsi og ræstiaðstöðu auk þess sem hugað verði að lagfæringum á gólfefni í sal í eldri byggingu. Í Brúarásskóla leggur nefndin áherslu á að áfram verði haldið með þá viðhaldsáætlun sem þar er í gangi og skoðað verði með möguleika á endurnýjun á því gólfefni sem verst er farið. Í Egilsstaðaskóla er lögð áhersla á að ráðist verði í að ljúka innréttingum á bókasafni skólans auk þess sem málað verði og gólf bónuð í eldri kennslustofum fyrir ofan stjórnunarálmu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.