Fræðslunefnd gerir athugasemd við að orðanotkun breytingartillögunnar er óljós á köflum en telur fyrir sitt leyti jákvætt að sett verði fagleg umgjörð um félags- og frístundastarf. Nefndin óttast að breytingin geti leitt til kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd sem gerði athugasemd við að orðanotkun breytingartillögunnar er óljós á köflum en telur fyrir sitt leyti jákvætt að sett verði fagleg umgjörð um félags- og frístundastarf. Nefndin óttast að breytingin geti leitt til kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin.