Atvinnumál

Málsnúmer 201410058

Atvinnu- og menningarnefnd - 6. fundur - 20.10.2014

Atvinnumál og atvinnuþróun í sveitarfélaginu rædd í víðu samhengi. Málið verður aftur tekið upp á næsta fundi.

Ragnhildur Rós þurfti að yfirgefa fundinn meðan á þessum lið stóð.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að sérstakt rekstrarframlag Fljótsdalshéraðs til Upplýsingamiðstöðvar Austurlands verði tekið til endurskoðunar, m.a. með það að markmiði að nýta fjármuni sveitarfélagsins til markaðsmála sem best. Nefndin felur formanni og starfsmanni nefndarinnar að vinna að málinu áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 9. fundur - 24.11.2014

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Alta um tækifæri í byggðaþróun og atvinnu á grunni sérstöðu. Í vinnslu.

Atvinnu og menningarnefnd óskar aðstandendum verkefnisins Austurland: Design from Nowhere til hamingju með Hönnunarverðlaun Íslands, en verðlaunin voru veitt í síðustu viku.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Atvinnu- og menningarnefnd - 52. fundur - 24.04.2017

Staða atvinnumála í sveitarfélaginu rædd.