Kosning formanns og varaformanns

Málsnúmer 201410138

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 42. fundur - 29.10.2014

Tveir buðu sig fram til formanns ungmennaráðs, Aron Steinn Halldórsson og Mikael Arnarsson. Fram fór leynileg kosning og var Aron Steinn kjörinn formaður með 7 atkvæðum.

Þrír buðu sig fram til varaformanns, Mikael Arnarsson, Álfgerður Baldursdóttir og Sara Káradóttir.
Fram fór leynileg kosning og var Álfgerður kjörin varaformaður með 6 atkvæðum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 206. fundur - 05.11.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn óskar nýkjörnum formanni ungmennaráðs, Aroni Steini Halldórssyni og varaformanni þess, Álfgerði Baldursdóttur til hamigju með embættin og vonast til að eiga gott samstarf við ungmennaráðið á komandi vetri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.