Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2014

Málsnúmer 201409125

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 268. fundur - 06.10.2014

Lagður fram tölvupóstur frá Vali Rafni Halldórssyni, dagsett 23. september 2014, með fundarboði á aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga, ásamt ársreikni samtakanna fyrir 2012 og 2013. Fundurinn er boðaður á Hilton R.N. hóteli í Reykjavík 10. október kl. 13:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum og að varamaður verði Gunnar Jónsson.
Bæjarráð tilnefnir jafnframt Stefán Boga Sveinsson sem fulltrúa sinn í stjórn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 272. fundur - 03.11.2014

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 206. fundur - 05.11.2014

Fundargerðin lögð fram til kynningar.