Þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu

Málsnúmer 201410142

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 272. fundur - 03.11.2014

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Velferðarnefnd Alþingis, dag. 30. okt. 2014 vegna þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu.

Bæjarráð lítur málið jákvæðum augum en minnir þó á að þó fyrirkomulag sem þetta geti nýst vel til að veita tiltekna sérfræðiþjónustu geti það aldrei komið í stað staðbundinnar þjónustu í almennri heilsugæslu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 206. fundur - 05.11.2014

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Velferðarnefnd Alþingis, dag. 30. okt. 2014 vegna þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og lítur málið jákvæðum augum en minnir þó á að þó fyrirkomulag sem þetta geti nýst vel til að veita tiltekna sérfræðiþjónustu, geti það aldrei komið í stað staðbundinnar þjónustu í almennri heilsugæslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.