Beiðni um kaup á landspildu.

Málsnúmer 201409071

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 267. fundur - 22.09.2014

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir mögulegum kaupum á um 1. ha. landspildu, eða þá leigu á umræddu landi, sé það ekki falt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til umsagnar, m.a með tilliti til skipulags og vegna ráðstöfunar á landi í eigu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 9. fundur - 08.10.2014

Erindi innfært 11.09.2014 þar sem Áskell Einarsson kt.280745-2949 óskar eftir að fá keypta eins hektara landspildu úr landi Eiða á Kirkjuhöfða, eða fá leigt sama landsvæði til að byggja á umrætt hús.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem ekki er gert ráð fyrir íbúðarbyggð á því svæði sem sótt er um og lausar lóðir eru á þegar skipulögðu svæði á Eiðum, þá hafnar nefndin erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 205. fundur - 15.10.2014

Erindi innfært 11.09.2014 þar sem Áskell Einarsson kt.280745-2949 óskar eftir að fá keypta eins hektara landspildu úr landi Eiða á Kirkjuhöfða, eða fá leigt sama landsvæði til að byggja á umrætt hús.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem ekki er gert ráð fyrir íbúðarbyggð á því svæði sem sótt er um landspilduna á og lausar lóðir eru á þegar skipulögðu svæði á Eiðum, þá tekur bæjarstjórn undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og hafnar erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.