Erindi í tölvupósti dags.10.09.2014 þar sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um endurnýjun og breytingu á rekstrarleyfi. Umsækjandi er Röskvi ehf. kt.630704-2350. Starfsstöð er Stóra-Sandfell 3, Ferðaþjónustan Stóra-Sandfelli. Byggingarfulltrúi mælir með veitingu leyfisins. Bókun þessi var staðfest af umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs þann 8. okt. 2014.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.