Beiðni um húsnæði til leigu

Málsnúmer 201409126

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 268. fundur - 06.10.2014

Lagt fram erindi frá Rauða kross deild Héraðs og Borgarfjarðar þar sem falast er eftir leigu á einu bili í húsnæðinu að Tjarnarási 9.

Bæjarráð bendir á að húsnæðið er ekki til ráðstöfunar. Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara og kanna fleiri fleti á málinu.