Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2013

Málsnúmer 201309096

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 241. fundur - 25.09.2013

Lagður fram tölvupóstur, dags. 17.september 2013, frá Leifi Þorkelssyni heilbrigðisfulltrúa, með fundarboði á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Austurlands bs. sem haldinn verður á Borgarfirði miðvikudaginn 9. október n.k.

Bæjarráð samþykkir að fela Esther Kjartansdóttur að fara með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundinum og að vara maður verði Úlfar T. Þórðarson.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 184. fundur - 30.09.2013

Lagður fram tölvupóstur, dags. 17.september 2013, frá Leifi Þorkelssyni heilbrigðisfulltrúa, með fundarboði á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Austurlands bs. sem haldinn verður á Borgarfirði miðvikudaginn 9. október n.k.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela Esther Kjartansdóttur að fara með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundinum og að varamaður verði Úlfar T. Þórðarson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 104. fundur - 23.10.2013

Lögð er fram fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands frá 9. október 2013, skýrsla stjórnar og fjárhagsáætlun fyrir árið 2014.

Lagt fram til kynningar.