- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Á fundi bæjarráðs var kynntur fundur fulltrúa Fljótsdalshéraðs með stjórn Héraðsskjalasafnsins, en á honum kom fram sameiginlegur skilningur stjórnar og fulltrúa sveitarfélagsins á stöðu mála vegna hugmynda sem bæjarráð hefur reifað um skipulagsbreytingar
í rekstri safna í Safnahúsinu á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að óska eftir afstöðu annarra aðildarsveitarfélaga til hugmynda er varða m.a. sameiginlega framkvæmdastjórn safna í húsinu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Lögð fram bréf Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps og Fjarðabyggðar þar sem sveitarstjórningar samþykkja fyrir sitt leyti að stjórnun safnanna verði tekin til skoðunar, enda verði það gert með hliðsjón af reglum og skyldum safnanna, lögum um þau og með hagkvæmni í rekstri þeirra í huga.
Enn er beðið viðbragða frá Vopnafjarðarhreppi, Djúpavogshreppi og Breiðdalshreppi, við samhljóða erindum.
Lagt fram til kynningar.
Lagðar fram bókanir frá Breiðdalshreppi og Djúpavogshreppi, þar sem sveitarstjórnirnar taka jákvætt í að skoða breytt fyrirkomulag við stjórnun og rekstur safnanna.
Þá liggja fyrir jákvæð svör allra sveitarfélaganna, utan Vopnafjarðarhrepps, en þaðan hefur ekki borist svar enn.
Lagt fram bréf frá Vopnafjarðarhreppi, en þar lýsir sveitarstjórn sig reiðubúna til að endurskoða resktur í safnahúsinu, enda verði þar horft bæði til fjárhagslegra- og faglegra þátta.
Þá hafa öll sveitarfélögin svarað fyrirspurn Fljótsdalshéraðs og öll með hliðstæðum hætti.
Bæjarráð óskar í framhaldi þessa eftir fundi fulltrúa sveitarfélagsins með fulltrúum stjórna allra safnanna í safnahúsinu til að ræða framhald málsins.
Lagt fram bréf frá Vopnafjarðarhreppi, en þar lýsir sveitarstjórn sig reiðubúna til að endurskoða resktur í safnahúsinu, enda verði þar horft bæði til fjárhagslegra- og faglegra þátta.
Þá hafa öll sveitarfélögin svarað fyrirspurn Fljótsdalshéraðs og öll með hliðstæðum hætti.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn óskar í framhaldi þessa eftir fundi fulltrúa sveitarfélagsins með fulltrúum stjórna allra safnanna í safnahúsinu til að ræða framhald málsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Lagt fram bréf frá Ólafi Valgeirssyni formanni stjórnar Hérðasskjalasafnsins, þar sem fulltrúa bæjarráðs er boðið til fundar við stjórn Héraðsskjalasafnsins sem í bréfinu er áætlaður að verði 6. febrúar.
Bæjarstjóri, formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar gerðu grein fyrir fundi með stjórn Héraðsskjalasafnsins sem haldinn var 6. feb. sl.
Bæjarráð þakkar fundinn, en á honum kom fram sameiginlegur skilningur stjórnar og fulltrúa sveitarfélagsins á stöðu mála vegna hugmynda sem bæjarráð hefur reifað um skipulagsbreytingar.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir afstöðu annarra aðildarsveigarfélaga til hugmynda er varða m.a. sameiginlega framkvæmdastjórn safna í húsinu.