Málefni Safnahúss

Málsnúmer 201211102

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 13.02.2013

Lagt fram bréf frá Ólafi Valgeirssyni formanni stjórnar Hérðasskjalasafnsins, þar sem fulltrúa bæjarráðs er boðið til fundar við stjórn Héraðsskjalasafnsins sem í bréfinu er áætlaður að verði 6. febrúar.

Bæjarstjóri, formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar gerðu grein fyrir fundi með stjórn Héraðsskjalasafnsins sem haldinn var 6. feb. sl.

Bæjarráð þakkar fundinn, en á honum kom fram sameiginlegur skilningur stjórnar og fulltrúa sveitarfélagsins á stöðu mála vegna hugmynda sem bæjarráð hefur reifað um skipulagsbreytingar.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir afstöðu annarra aðildarsveigarfélaga til hugmynda er varða m.a. sameiginlega framkvæmdastjórn safna í húsinu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 171. fundur - 20.02.2013

Á fundi bæjarráðs var kynntur fundur fulltrúa Fljótsdalshéraðs með stjórn Héraðsskjalasafnsins, en á honum kom fram sameiginlegur skilningur stjórnar og fulltrúa sveitarfélagsins á stöðu mála vegna hugmynda sem bæjarráð hefur reifað um skipulagsbreytingar

í rekstri safna í Safnahúsinu á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að óska eftir afstöðu annarra aðildarsveitarfélaga til hugmynda er varða m.a. sameiginlega framkvæmdastjórn safna í húsinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 13.03.2013

Lögð fram bréf Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps og Fjarðabyggðar þar sem sveitarstjórningar samþykkja fyrir sitt leyti að stjórnun safnanna verði tekin til skoðunar, enda verði það gert með hliðsjón af reglum og skyldum safnanna, lögum um þau og með hagkvæmni í rekstri þeirra í huga.

Enn er beðið viðbragða frá Vopnafjarðarhreppi, Djúpavogshreppi og Breiðdalshreppi, við samhljóða erindum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 228. fundur - 27.03.2013

Lagðar fram bókanir frá Breiðdalshreppi og Djúpavogshreppi, þar sem sveitarstjórnirnar taka jákvætt í að skoða breytt fyrirkomulag við stjórnun og rekstur safnanna.

Þá liggja fyrir jákvæð svör allra sveitarfélaganna, utan Vopnafjarðarhrepps, en þaðan hefur ekki borist svar enn.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 10.04.2013

Lagt fram bréf frá Vopnafjarðarhreppi, en þar lýsir sveitarstjórn sig reiðubúna til að endurskoða resktur í safnahúsinu, enda verði þar horft bæði til fjárhagslegra- og faglegra þátta.

Þá hafa öll sveitarfélögin svarað fyrirspurn Fljótsdalshéraðs og öll með hliðstæðum hætti.

Bæjarráð óskar í framhaldi þessa eftir fundi fulltrúa sveitarfélagsins með fulltrúum stjórna allra safnanna í safnahúsinu til að ræða framhald málsins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 176. fundur - 17.04.2013

Lagt fram bréf frá Vopnafjarðarhreppi, en þar lýsir sveitarstjórn sig reiðubúna til að endurskoða resktur í safnahúsinu, enda verði þar horft bæði til fjárhagslegra- og faglegra þátta.

Þá hafa öll sveitarfélögin svarað fyrirspurn Fljótsdalshéraðs og öll með hliðstæðum hætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn óskar í framhaldi þessa eftir fundi fulltrúa sveitarfélagsins með fulltrúum stjórna allra safnanna í safnahúsinu til að ræða framhald málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 26.06.2013

Lagður fram nýr samstarfssamningur um byggðasamlag sveitarfélaganna Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps og Fljótsdalshéraðs um Minjasafn Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita fyrirliggjandi samstarfssamning um Minjasafn Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Lagðir fram minnispunktar frá KPMG varðandi mögulegar leiðir að breyttu eignarhaldi Safnahúss. Samkvæmt fyrirliggjandi minnispunktum er gert ráð fyrir því að Fljótsdalshérað verði eitt sveitarfélaga eigandi að Safnahúsinu gegn því að falla frá innheimtu á hlutdeild annarra sveitarfélaga í kostnaði við viðbyggingu Menntaskólans á Egilsstöðum.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samþykkt að fela bæjarstjóra að kynna hugmyndir að eignaskiptum fyrir öðrum sveitarfélögum á svæðinu og óska eftir formlegri afstöðu til þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Farið var yfir fund bæjarráðs með stjórnum Minjasafns og Héraðsskjalasafns sem fram fór fyrr í dag.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda stjórnunum bréf með óskum um að tekin verði formleg afstaða til þeirra hugmynda sem ræddar voru á fundinum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 241. fundur - 25.09.2013

Lögð fram úttekt og útfærsla KPMG á breyttri eignaraðild að safnahúsinu. Skýrslan hefur þegar verið send stjórnum safnanna með ósk um viðbrögð við þeim hugmyndum sem þar koma fram.

Málið er að öðru leyti í vinnslu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 104. fundur - 23.10.2013

Fyrir liggur málefni Safnahússins á Egilsstöðum, breyting á eignarhaldi.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 08.01.2014

Fyrir fundinum lágu drög að samningum vegna breytts eignarhalds að safnahúsinu og drög að leigusamningum safnanna.
Einnig var lagt fram bréf frá forstöðumanni Héraðsskjalasafnins, þar sem fram kemur að stjórn safnsins treystir sér ekki til að boða til auka aðalfundar um tillögu að breyttu eignarhaldi safnahússins nú í fjórðu viku janúar, eins og óskað hefur verið eftir af aðildarsveitarfélögum safnsins.

Aðkallandi er að fá niðurstöðu í mál varðandi eignarhald safnahússins á Egilsstöðum, eins og sameiginlegur fundur stjórna og safnstjóra Minja- og Héraðsskjalasafnanna sem haldinn var á Egilsstöðum 18. mars 2010 bókaði.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs ítrekar sameiginlega ósk aðildarsveitarfélaga safnanna um að boðaður verði aukaaðalfundur Héraðsskjalasafnsins með lögformlegum hætti, eins og farið var fram á 11. desember sl.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi um breytt eignarhald og leigusamningum Héraðsskjalasafnsins og Minjasafnsins.