Skjöldólfsstaðir: Fyrirspurn um notkun húseininga

Málsnúmer 201308096

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 100. fundur - 28.08.2013

Skjöldólfsstaðir: Fyrirspurn um notkun húseininga
Aðalsteinn Jónsson Klausturseli hefur áfrom um að láta reisa gistiaðstöðu í tengslum við veitingar- og gistiaðstöðu á Skjöldólfsstöðum.

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við notkun húseininganna standist þær gildandi reglur og staðla. Ef ekki liggur fyrir CE-merking skal afla umsagnar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, og eftir atvikum Mannvirkjastofnun, sbr. 5.1.2 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

Samþykkt með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 182. fundur - 04.09.2013

Aðalsteinn Jónsson Klausturseli hefur áform um að láta reisa gistiaðstöðu í tengslum við veitingar- og gistiaðstöðu á Skjöldólfsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við notkun húseininganna standist þær gildandi reglur og staðla. Ef ekki liggur fyrir CE-merking skal afla umsagnar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, og eftir atvikum Mannvirkjastofnun, sbr. 5.1.2 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 104. fundur - 23.10.2013

Erindi í tölvupósti dagsett 23.10.2013 þar sem Aðalsteinn Ingi Jónsson kt.121052-4079 óskar eftir sérstöku leyfi til að hefja framkvæmdir samkvæmt 2.4.6.gr. í byggingarreglugerð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir jarðvegsframkvæmdum og uppsteypu sökkla, samkvæmt 2.4.6.gr. byggingarreglugerðar nr.112/2012, þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 186. fundur - 06.11.2013

Erindi í tölvupósti dagsett 23.10.2013 þar sem Aðalsteinn Ingi Jónsson kt.121052-4079 óskar eftir sérstöku leyfi til að hefja framkvæmdir samkvæmt 2.4.6.gr. í byggingarreglugerð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir jarðvegsframkvæmdum og uppsteypu sökkla, samkvæmt 2.4.6.gr. byggingarreglugerðar nr.112/2012, þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.