Finnsstaðasel, heimreið

Málsnúmer 201310042

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 103. fundur - 09.10.2013

Erindi í tölvupósti dagsett 9.10.2013 þar sem Margrét Sigbjörnsdóttir kt.201162-4409 óskar eftir að fá að nota gamla veginn upp frá Fossgerði til að komast að sumarbústað sínum í Finnsstaðaseli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða málið við hagsmunaaðila og leggja aftur fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 104. fundur - 23.10.2013

Erindi í tölvupósti dagsett 9.10.2013 þar sem Margrét Sigbjörnsdóttir kt.201162-4409 óskar eftir að fá að nota gamla veginn upp frá Fossgerði til að komast að sumarbústað sínum í Finnsstaðaseli.
Málið var áður á dagskrá 9.10.2013.
Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur rætt við við hagsmunaaðila.

Jónas vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við að gamli slóðinn að Finnsstaðaseli um land sveitarfélagsins í Fossgerði verði notaður sem aðkomuleið. Nefndin bendir á að afla þarf samþykki annarra landeigenda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 186. fundur - 06.11.2013

Erindi í tölvupósti dagsett 9.10.2013 þar sem Margrét Sigbjörnsdóttir kt.201162-4409 óskar eftir að fá að nota gamla veginn upp frá Fossgerði til að komast að sumarbústað sínum í Finnsstaðaseli.
Málið var áður á dagskrá 9.10.2013.
Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur rætt við hagsmunaaðila.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og gerir ekki athugasemd við að gamli slóðinn að Finnsstaðaseli um land sveitarfélagsins í Fossgerði verði notaður sem aðkomuleið. Bæjarstjórn bendir á að afla þarf samþykkis annarra landeigenda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.