Heimsókn í stofnanir á fræðslusviði á Egilsstöðum

Málsnúmer 201310073

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 192. fundur - 21.10.2013

Fræðslunefnd heimsótti Egilsstaðaskóla, Tónlistarskólann á Egilsstöðum, Skólamötuneytið, félagsmiðstöðina Nýung og leikskólann Tjarnarskóg, bæði starfsstöðina í Tjarnarlandi og á Skógarlandi. Á öllum stöðum tóku forstöðumenn á móti nefndarmönnum og ræddu starfsemina og fóru með þá í kynnisferð um húsnæði viðkomandi stofnunar. Ljóst er að fræðslunefnd þarf að fylgja eftir ýmsum atriðum varðandi viðhald og búnað.