Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

192. fundur 21. október 2013 kl. 13:00 - 16:50 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Maríanna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Ragnhildur Rós Indriðadóttir sat fundinn undir lið 2 á dagskránni en átti þess ekki kost að taka þátt í heimsókn í stofnanir á Egilsstöðum. Soffía Sigurjónsdóttir tók þátt í heimsókn en gat ekki setið fundinn undir seinni liðinn á dagskránni.

1.Heimsókn í stofnanir á fræðslusviði á Egilsstöðum

Málsnúmer 201310073

Fræðslunefnd heimsótti Egilsstaðaskóla, Tónlistarskólann á Egilsstöðum, Skólamötuneytið, félagsmiðstöðina Nýung og leikskólann Tjarnarskóg, bæði starfsstöðina í Tjarnarlandi og á Skógarlandi. Á öllum stöðum tóku forstöðumenn á móti nefndarmönnum og ræddu starfsemina og fóru með þá í kynnisferð um húsnæði viðkomandi stofnunar. Ljóst er að fræðslunefnd þarf að fylgja eftir ýmsum atriðum varðandi viðhald og búnað.

2.Ráðning forstöðumanns félagsmiðstöðva

Málsnúmer 201310074

Björn Ingimarsson, bæjarstjóri, mætti á fund nefndarinnar og kynnti ferli við undirbúning og ákvörðun um ráðningu forstöðumanns félagsmiðstöðva.

Fundi slitið - kl. 16:50.