Frumvarp til laga um bótaákvæði skipulagslaga Bréf frá Umhveris- og auðlindaráðuneytinu um ósk eftir athugasemdum við frumvarpsdrögin.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela formanni nefndarinnar og skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindinu og leggja það fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.
Erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, þar sem óskað er eftir umsögn um drög að breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010. Frestur til að skila umsögnum er til 6. september.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með Skipulagsnefnd Akureyrar, en umsögn hennar liggur fyrir fundinum, og er sammála þessum lagabreytingum en leggur til að gerðar verði breytingar á skipulagslýsingum aðalskipulagsbreytinga og nýs deiliskipulags. Það er skoðun bæjarstjórnar að þær hafi þyngt ferlið og gert flækjustigið enn meira vegna umsagna sem skylt er að leita eftir, þó svo að lýsing geti aldrei verið tæmandi skipulagsgagn og því ekki tímabært að leita umsagna. Einnig virðast íbúar ekki átta sig á hvenær gera á athugasemdir við skipulag.
Bréf frá Umhveris- og auðlindaráðuneytinu um ósk eftir athugasemdum við frumvarpsdrögin.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela formanni nefndarinnar og skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindinu og leggja það fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.
Samþykkt með handauppréttingu