Styrkumsókn vegna Samfés,samtaka félagsmiðstöðva.

Málsnúmer 201404115

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 256. fundur - 14.05.2014

Lögð fram beiðni frá Ungmennaráði Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi um styrk til vinnuferðar að Lundi í Svíþjóð sumarið 2014.

Bæjarráð samþykkir að heimilar ráðstöfun á 70.000 krónum vegna vinnuferðarinnar.
Styrkurinn verði tekinn af lið 21-05, sem er fjárhagsliður ungmennaráðs.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 197. fundur - 21.05.2014

Lögð fram beiðni frá Ungmennaráði Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi, um styrk til vinnuferðar að Lundi í Svíþjóð sumarið 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að heimila ráðstöfun á 70.000 krónum vegna vinnuferðarinnar.
Styrkurinn verði tekinn af lið 21-05, sem er fjárhagsliður ungmennaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.