Beiðni um kaup á landi

Málsnúmer 201403001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 251. fundur - 12.03.2014

Lagt fram erindi frá Stefáni Þórarinssyni, dagsett 27. febrúar 2014, fyrir hönd Frændgarðs, með beiðni um kaup á landi því umhverfis sumarbústað þeirra, sem þau hafa haft á leigu úr Grafarlandi.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara með mögulega sölu lóðarinnar í huga.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 256. fundur - 14.05.2014

Lagt fram erindi Frændgarðs, undirritað af Stefáni Þórarinssyni, þar sem óskað er eftir að fá keypta fjögurra hektara lóð úr landi Grafar, sem mörkuð hefur verið umhverfis sumarbústað félagsins. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 257. fundur - 28.05.2014

Málinu var vísað frá 256.fundi bæjarráðs, til frekari umfjöllunar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við fulltrúa lóðarhafa um kaup þeirra á lóðinni eins og hún er nú mörkuð .Þess verði gætt að áfram verði til staðar umferðarréttur um slóð sem liggur um lóðina og gerður verði samningur um vatnstökurétt lóðarhafa í landi sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 198. fundur - 04.06.2014

Málinu var vísað frá 256.fundi bæjarráðs, til frekari umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við fulltrúa lóðarhafa um kaup þeirra á lóðinni, eins og hún er nú mörkuð. Þess verði gætt að áfram verði til staðar umferðarréttur um slóð sem liggur um lóðina og gerður verði samningur um vatnstökurétt lóðarhafa í landi sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.