Fundargerð húsráðs gamla barnaskólans á Eiðum frá 13. ágúst 2015

Málsnúmer 201508041

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 22. fundur - 07.09.2015

Fyrir liggur fundargerð húsráðs gamla barnaskólans á Eiðum frá 13. ágúst 2015.

Atvinnu og menningarnefnd tekur undir 4. lið fundargerðarinnar þar sem lagt er til að komi til slita á húsráðinu verði þær eignir sem ekki fara í rekstur notaðar til viðhalds á gamla barnaskólanum á Eiðum. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 16.09.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 311. fundur - 21.09.2015

Vegna bókunar í fundargerð húsráðs varðandi viðhaldsframkvæmdir, ítrekar bæjarráð að ákvarðanir um nýtingu fjármuna sveitarfélagsins í viðhald á húsnæði þess eru teknar af bæjarstjórn og nefndum hennar. Litið verður til tillagna húsráðsins við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 07.10.2015

Vegna bókunar í fundargerð húsráðs varðandi viðhaldsframkvæmdir, ítrekar bæjarstjórn að ákvarðanir um nýtingu fjármuna sveitarfélagsins í viðhald á húsnæði þess eru teknar af bæjarstjórn og nefndum hennar. Í þeirri vinnu verður litið til tillagna húsráðsins við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.