Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

320. fundur 23. nóvember 2015 kl. 09:00 - 11:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Í upphafi fundar kynnti Hjördís Sigursteinsdóttir hjá Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri í fjarfundi, könnuna á líðan og heilsu starfsfólks sveitarfélaga á tímum efnahagsþrenginga.

1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins svo sem yfirlit staðgreiðslu og fl.

2.Fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019

Málsnúmer 201510156

Tekin fyrir fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs 2016 og þriggja ára áætlun 2017 - 2019 til undirbúnings síðari umræðu í bæjarstjórn 2. desember. Áætlunin eins og hún var samþykkt við fyrri umræðu í bæjarstjórn hefur tekið nokkrum breytingum milli umræðna.
Sérstaklega hafa allar launaáætlanir verið rýndar og endurmetnar og eins hefur áætlun um stöðugildi verið yfirfarin að nýju. Enn liggur þó ekki fyrir kjarasamningur við þá starfsmenn sveitarfélagsins sem vinna eftir kjarasamningum FOSA og AFLS. Að þessu sinni er endaleg launaáætlun byggð á áætlunarforriti sem er hluti af launakerfi sveitarfélagsins og á því að vera nokkuð nákvæm, þegar búið er að setja inn samþykkt stöðugildi og nýjustu forsendum og spám fyrir breytingum á kjarasamningum.
Spá um verðlagsþróun næstu ára er endurmetin og tekið mið af þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem gefin var út nú í nóvember.

Að lokinni yfirferð yfir endurskoðaða fjárhagsáætlun og þær breytingar sem gerðar hafa verið milli umræðna, samþykkir bæjarráð að vísa henni þannig til annarrar umræðu í bæjarstjórn.

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég lýsi mig samþykkan meginniðurstöðum og forsendum áætlunarinnar og samþykki því að vísa henni í núverandi mynd til bæjarstjórnar. Þrátt fyrir það áskilja bæjarfulltrúar B-listans sér rétt til að gera breytingatillögur við einstaka liði hennar við síðari umræðu í bæjarstjórn, einkum þá liði sem snúa að nefndum sveitarfélagsins og nefndalaunum.

3.Fundargerð 196. stjórnarfundur HEF

Málsnúmer 201511059

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga(sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði)

Málsnúmer 201511064

Bæjarráð er sammála þeirri útfærslu sem kemur fram í framlögðum frumvarsdrögum og vísar að öðru leyti til umsagnar Sambands Ís. sveitarfélaga um frumvarpið.

5.Safnahús / Samningur um afnot og leigu / Kaupsamningur - afsal

Málsnúmer 201401245

Bæjarstjóri gerði grein fyrir því hversu miklu hefur verið varið til endurbóta og viðhalds á safnahúsinu á árunum 2014 og 2015. Varið hefur verið 10,3 milljónum króna, til ýmissa viðhalds- og endurbótaverkefna á safnahúsinu á umræddu tímabili og 6,5 milljónum til uppsetningar á lyftu í því.
Samningar á milli Fljótsdalshéraðs og Héraðsskjalasafns dags. 30.01. 14 annars vegar, og Fljótsdalshéraðs og Minjasafnsins dags. 07.02. 2014, hins vegar, gerðu ráð fyrir að 30 millj. kr. yrði ráðstafað til þessara verkefna.
Ástæður þess að ekki hefur verið unnið að fullu í samræmi við upprunalega viðhalds- og endurbótaáætlun eru þær að ákveðið var að fresta framkvæmdum við þak yfir munageymslu þar til niðurstöður liggja fyrir um hvort mögulegt verður að ráðast í framkvæmdir við burst í stað þaks. Þess er vænst að niðurstöður varðandi þennan þátt munu liggja fyrir fljótlega á árinu 2016 og yrði þá ráðist í þennan hluta framkvæmda á árunum 2016 og 2017.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera Héraðsskjalasafni og Minjasafni grein fyrir stöðu mála og leita eftir samþykki fyrir breyttum framkvæmdatíma.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015 til 2016.

Málsnúmer 201502122

Fram kom að engin erindi bárust í viðtalstíma bæjarfulltrúa sem var 19. nóvember sl.

Fundi slitið - kl. 11:45.