Safnahús / Samningur um afnot og leigu / Kaupsamningur - afsal

Málsnúmer 201401245

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 320. fundur - 23.11.2015

Bæjarstjóri gerði grein fyrir því hversu miklu hefur verið varið til endurbóta og viðhalds á safnahúsinu á árunum 2014 og 2015. Varið hefur verið 10,3 milljónum króna, til ýmissa viðhalds- og endurbótaverkefna á safnahúsinu á umræddu tímabili og 6,5 milljónum til uppsetningar á lyftu í því.
Samningar á milli Fljótsdalshéraðs og Héraðsskjalasafns dags. 30.01. 14 annars vegar, og Fljótsdalshéraðs og Minjasafnsins dags. 07.02. 2014, hins vegar, gerðu ráð fyrir að 30 millj. kr. yrði ráðstafað til þessara verkefna.
Ástæður þess að ekki hefur verið unnið að fullu í samræmi við upprunalega viðhalds- og endurbótaáætlun eru þær að ákveðið var að fresta framkvæmdum við þak yfir munageymslu þar til niðurstöður liggja fyrir um hvort mögulegt verður að ráðast í framkvæmdir við burst í stað þaks. Þess er vænst að niðurstöður varðandi þennan þátt munu liggja fyrir fljótlega á árinu 2016 og yrði þá ráðist í þennan hluta framkvæmda á árunum 2016 og 2017.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera Héraðsskjalasafni og Minjasafni grein fyrir stöðu mála og leita eftir samþykki fyrir breyttum framkvæmdatíma.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.