Fjárhagsáætlun 2016-2019

Málsnúmer 201510156

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 04.11.2015

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2017-2019.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson bæjarstjóri, sem kynnti fjárhagsáætlunina. Aðrir sem til máls tóku um fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs voru í þessari röð: Gunnar Jónsson, Páll Sigvaldason, sem bar fram spurningar, Gunnar Sigbjörnsson,sem einnig bar fram spurningar. Gunnhildur Ingvarsdóttir, Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurnum, Anna Alexandersdóttir, sem svaraði spurningum. Páll Sigvaldason. Anna Alexandersdóttir,sem svaraði fyrirspurn. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem svaraði fyrirspurn. Gunnar Sigbjörnsson, Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurnum og lagði fram tillögu um málsmeðferð. Sigrún Blöndal, Árni Kristinsson, Gunnar Jónsson, Björn Ingimarsson, Árni Kristinsson, Gunnhildur Ingvarsdóttir, Páll Sigvaldason, Guðmundur Kröyer og Björn Ingimarsson.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2016, ásamt þriggja ára áætlun, til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að boða til kynningarfundar um fjárhagsáætlunina fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20:00.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 318. fundur - 09.11.2015

Á síðasta fundi bæjarstjórnar var fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir 2016, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2017-2019 samþykkt við fyrri umræðu og vísað til bæjarráðs til undirbúnings fyrir síðari umræðu.
Farið yfir liði sem ræddir voru á síðasta bæjarstjórnarfundi og þeir skýrðir. Fyrir síðari umræðu er enn beðið eftir niðurstöðum þeirra kjarasamninga sem ólokið er og snerta rekstur sveitarfélagsins.
Varðandi álagningarhlutfall útsvars leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að það verði óbreytt frá fyrra ári, eða 14.52%.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 319. fundur - 16.11.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir ýmis mál sem verið hafa til frekari skoðunar í sambandi við gerð fjárhagsáætlunar 2016 og ákveðið var að reikna betur út. Eins voru skoðaðar ýmsar forsendur, svo sem verðbólguspá og fl.
Stefnt er á að bæjarráð afgreiði fjárhagsáætlunina á næsta fundi sínum til annarrar umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 18.11.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2016 verði óbreytt frá fyrra ári, eða 14,52%.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 320. fundur - 23.11.2015

Tekin fyrir fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs 2016 og þriggja ára áætlun 2017 - 2019 til undirbúnings síðari umræðu í bæjarstjórn 2. desember. Áætlunin eins og hún var samþykkt við fyrri umræðu í bæjarstjórn hefur tekið nokkrum breytingum milli umræðna.
Sérstaklega hafa allar launaáætlanir verið rýndar og endurmetnar og eins hefur áætlun um stöðugildi verið yfirfarin að nýju. Enn liggur þó ekki fyrir kjarasamningur við þá starfsmenn sveitarfélagsins sem vinna eftir kjarasamningum FOSA og AFLS. Að þessu sinni er endaleg launaáætlun byggð á áætlunarforriti sem er hluti af launakerfi sveitarfélagsins og á því að vera nokkuð nákvæm, þegar búið er að setja inn samþykkt stöðugildi og nýjustu forsendum og spám fyrir breytingum á kjarasamningum.
Spá um verðlagsþróun næstu ára er endurmetin og tekið mið af þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem gefin var út nú í nóvember.

Að lokinni yfirferð yfir endurskoðaða fjárhagsáætlun og þær breytingar sem gerðar hafa verið milli umræðna, samþykkir bæjarráð að vísa henni þannig til annarrar umræðu í bæjarstjórn.

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég lýsi mig samþykkan meginniðurstöðum og forsendum áætlunarinnar og samþykki því að vísa henni í núverandi mynd til bæjarstjórnar. Þrátt fyrir það áskilja bæjarfulltrúar B-listans sér rétt til að gera breytingatillögur við einstaka liði hennar við síðari umræðu í bæjarstjórn, einkum þá liði sem snúa að nefndum sveitarfélagsins og nefndalaunum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 228. fundur - 01.12.2015

Til máls tóku: Björn Ingimarsson sem kynnti fjárhagsáætlunina og lagði hana fram til síðari umræðu.
Aðrir sem til máls tóku voru í þessari röð: Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi áætlunina og lagði fram tillögu. Gunnar Jónsson. Sigrún Blöndal. Stefán Bogi Sveinsson. Páll Sigvaldason. Sigrún Blöndal. Björn Ingimarsson. Árni Kristinsson. Anna Alexandersdóttir. Gunnhildur Ingvarsdóttir. Björn Ingimarsson og Anna Alexandersdóttir.


Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2016 eru eftirfarandi: (Í þús. kr)

A-HLUTI

Tekjur:
Skatttekjur 1.899.095
Framlög Jöfnunarsjóðs 1.005.140
Aðrar tekjur 433.947
Samtals 3.338.182

Gjöld:
Laun og launatengd gjöld 1.795.949
Annar rekstrarkostnaður 970.911
Samtals 2.766.860

Niðurstaða án afskrifta og fjármagnsliða 571.321

Framlegðarhlutfall 17,1%

Afskriftir 169.421
Fjármunatekjur(fjármagnsgjöld) -318.713

Rekstrarniðurstaða A hluta 83.188


Úr sjóðstreymi A-hluta:
Veltufé frá rekstri 389.844
Fjárfestingarhreyfingar -50.000
Tekin ný langtímalán 30.000
Afborganir lána -340.933
Aðrar fjármögnunarhreyfingar -11.850

Handbært fé í árslok 13.276

Skuldaviðmið A hluta í árslok 2016 144,9%


SAMANTEKINN A- og B HLUTI (í þús. kr.)
(A-hluti auk B-hlutafyrirtækjanna sem eru: Brunavarnir á Héraði, Ársalir bs., Félagslegar íbúðir, Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf, Minjasafn Austurlands og Fasteignafélag Iðavalla ehf)

Tekjur:
Skatttekjur 1.875.613
Framlög Jöfnunarsjóðs 1.005.140
Aðrar tekjur 907.218
Samtals 3.787.971

Gjöld:
Laun og launatengd gjöld 1.865.255
Annar rekstrar kostnaður 998.961
Samtals 2.864.216

Niðurstaða án afskrifta og fjármagnsliða 923.755
Framlegðarhlutfall 24,39%

Afskriftir 300.228
Fjármunatekjur(fjármagnsgjöld) -517.699

Rekstrarniðurstaða A og B hluta 115.977



Úr sjóðstreymi samantekins A- og B hluta:

Veltufé frá rekstri 621.069
Fjárfestingarhreyfingar -171.326
Afborganir lána -511.516
Lántökur 30.000

Handbært fé í árslok 99.529

Skuldaviðmið A og B hluta skv reglugerð 187,31%


Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi breytingatillögu við fjárhagsáæltun 2016, fh. B-listans:

04-02 +273 (Laun og launatengd gjöld 3.800. Annar rekstrarkostnaður 300)
05-02 -915 (Laun og launatengd gjöld 1.000. Annar rekstrarkostnaður 100)
06-02 -531 (Laun og launatengd gjöld 1.000. Annar rekstrarkostnaður 100)
09-02 +329 (Laun og launatengd gjöld 1.700. Annar rekstrarkostnaður 200)
11-02 -220 (Laun og launatengd gjöld 800. Annar rekstrarkostnaður 100)
13-02 -364 (Laun og launatengd gjöld 1.800. Annar rekstrarkostnaður 100)
21-02 +148 (Laun og launatengd gjöld 7.500. Annar rekstrarkostnaður 500)
21-03 -368 (Verði 0)
31-02 +29 (Laun og launatengd gjöld nefndar 1.700. Annar rekstrarkostnaður nefndar 200)
21-99 +1.619 (Hagræðing til ráðstöfunar bæjarstjórnar)

Forsendur:
Fræðslunefnd fundi 20 sinnum á árinu.
Íþrótta- og tómstundanefnd verði Atvinnu- og menningarnefnd. Sameiginleg nefnd fundi 20 sinnum á árinu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd fundi 22 sinnum á árinu. Gert er ráð fyrir kostnaði vegna aksturs nefndarmanna.
Jafnréttisnefnd og Náttúruverndarnefnd verði skipaðar bæjarráðsfulltrúum, fundi í tengslum við fundi bæjarráðs og verði ekki launaðar sérstaklega. Kostnaður vegna verkefna þessara nefnda komi af lið 21-02.

Tillagan borin upp og felld með 6 atkv. meirihluta, en 3 fulltrúar minnihluta greiddu henni atkvæði.


Eftirfarandi tillaga lögð fram;
Bæjarstjórn samþykkir meðfylgjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



Jafnframt liggur fyrir til seinni umræðu 3ja ára áætlun 2017 til 2019.

Eftirfarandi tillaga lögð fram;
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árin 2017 - 2019 og koma fram í áætlun ársins 2016. Samkvæmt henni verður skuldaviðmið A og B hluta komið niður í 146,7% í árslok 2019 sem er í samræmi við þá aðlögunaráætlun um fjárhagsleg viðmið sem bæjarstjórn samþykkti árið 2012.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Í fylgiskjali með fjárhagsáætlun 2016 er samantekt yfir helstu breytingar á gjaldskrám sveitarfélagsins fyrir árið 2016. Margar þessara breytinga hefur bæjarstjórn þegar samþykkt, en aðrar eru tillögur nefnda og HEF sem ekki hafa hlotið staðfestingu bæjarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir þær breytingar á gjaldskrám og álagningarhlutföllum sem fram koma í framlagðri samantekt. Bæjarstjórn óskar eftir að umræddar gjaldskrárbreytingar verði birtar á heimasíðu sveitarfélagsins sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 228. fundur - 01.12.2015

Afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð.