Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

283. fundur 09. febrúar 2015 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálstjóri sat fundinn undir þessum lið og upplýsti um ýmis atriði tengd fjármálum líðandi árs og uppgjöri fyrir árið 2014.

Vegna frétta RUV um fjárhagsáætlun sveitarfélaga þar sem ranglega var farið með tölur úr fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs, vill bæjarráð ítreka að áætlaður afgangur af rekstri ársins 2015 er 27 milljónir. RUV hefur leiðrétt fréttaflutning sinn og beðist afsökunar á mistökunum.
Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að fréttaflutningur af fjármálum sveitarfélaga sé vandaður, enda geta rangar upplýsingar haft alvarleg áhrif einkum fyrir sveitarfélög sem eru með skráð skuldabréf á markaði.

2.Fundargerð 182. fundar stjórnar HEF

Málsnúmer 201502046

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð 824. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201502049

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar

Málsnúmer 201502002

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dag. 30. jan. 2015, með leiðbeiningum um gerð siðareglna og hlutverk siðanefnda.
Einnig var í fundarboðinu linkur á heimasíðu sveitarfélagsins, þar sem núgildandi siðareglur er að finna.

Bæjarráð beinir því til bæjarstjórnar að meta, í samræmi við 1. mgr. 29. gr. sveitarstjórnarlaga, hvort átæða er til að endurskoða gildandi siðareglur. Að öðrum kosti verði núgildandi reglur staðfestar.

5.Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn 2015

Málsnúmer 201502003

Lagður fram tölvupóstur frá Austurbrú, dags. 30. jan. 2015, með dagskrá námskeiðs sem ætlað er kjörnum fulltrúum sveitarstjórna á Austurlandi.

Bæjarráð hvetur alla bæjarfulltrúa, aðal og varamenn, til að fara á umrætt námskeið og jafnframt formenn og varaformenn nefnda sveitarfélagsins. Einnig verði almennum nefndarmönnum gefinn kostur á að sækja námskeiðið og skrifstofustjóra falið að senda út tölvupóst á kjörna fulltrúa til ámenningar.

6.Samningur við Austurbrú um framlengingu þjónustusamnings fyrir árið 2014

Málsnúmer 201502023

Lögð fram drög að framlengingu þjónustusamnings við Austurbrú fyrir árið 2014.

Bæjarráð samþykkir þjónustusamninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

7.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla.

Málsnúmer 201312036

Kynnt drög að samningi um útleigu hluta af húsnæði grunnskólans á Hallormsstað næsta sumar, og einnig leigusamningur fyrir kennaraíbúð á jarðhæð skólans. Samningsdrögin hafa verið unnin í samráði við oddvita Fljótsdalshrepps.

Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.


Bæjarráð samþykkir að tilnefna Björn Ingimarsson bæjarstjóra og Davíð Sigurðarson formann fræðslunefndar sem fulltrúa sína í starfshóp um samstarf Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps um grunn- leik- og tónlistarskóla.
Með hópnum munu starfa Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi og Hreinn Halldórsson umsjónarmaður fasteigna Fljótsdalshéraðs.

Hópurinn mun jafnfram taka til skoðunar og gera tillögu til sveitarstjórna um ferli við ráðstöfun sameiginlegra eigna sveitarfélaganna á Hallormsstað.

8.Aðalfundur Ársala bs.2015

Málsnúmer 201502033

Lagður fram tölvupóstur frá Þórhalli Harðarsyni f.h. Ársala bs., dags. 5. febr. 2015, með fundarboði á aðalfund Ársala 2015.

Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson bæjarstjóri fari með atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum og Stefán Bragason verði hans varamaður.

9.Frumvarp til laga um húsaleigubætur

Málsnúmer 201502034

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 5. febr. 2014, með beiðni um umsögn vegna frumvarps til laga um húsaleigubætur.

Bæjarráð lýsir sig fylgjandi efni frumvarpsins og telur það eðlilegt skref til að koma til móts við íbúa í landmiklum sveitarfélögum, þar sem byggð er dreifð. Með frumvarpinu er einnig jöfnuð aðstaða þeirra sem búa í svipaðri fjarlægð frá menntastofnunum, óháð sveitarfélagamörkum. Bæjarráð minnir þó á að útgjöld vegna frumvarpsins falla á sveitarfélögin og því ber að framkvæma kostnaðarmat á því.

Fundi slitið - kl. 11:00.